„Það er svolítill vælukjóatónn í honum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2024 15:07 Friðjón Friðjónsson er borgarfulltrúi og áhugasamur um bandarísk stjórnmál. vísir/vilhelm Borgarfulltrúi hefur áhyggjur af því að Joe Biden, Bandaríkjaforseti hafi ekki þrek til að klára síðustu mánuðina í embætti, svo veiklulegur hafi hann verið í ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær. Ávarpið hófst á miðnætti á íslenskum tíma og sagðist Biden ætla að klára kjörtímabil sitt en að tími væri kominn til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir frammistöðu Biden í gær sýna að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að stíga til hliðar. „Maður í alvörunni fer að hugsa hvort hann hafi kraft í þessa síðustu sex mánuði.“ Donald Trump fór mikinn á framboðsfundi í Norður-Karólínu í gærkvöld þar sem hann beindi spjótum sínum að Kamölu Harris og kallaði hana meðal annars öfga vinstri brjálæðing og Lygnu-Kamölu. Þá gerði hann lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sagði hana fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu barns. Friðjón segir ljóst að innkoma Harris sé áfall fyrir Rebúblikana og Trump. „Það er svolítill vælukjóatónn í honum. Honum finnst þetta allt saman ósanngjarnt, að Biden sé farinn sem hann sá fyrir sér að gjörsigra og Harris komin í staðin.“ Ætlun Trump sé að mála ákveðna mynd af Harris. „Þeir ætla jú að teikna Kamölu upp sem mjög vinstri sinnaða og reiða og svarta konu sem er ekki í jafnvægi, sem er ákveðin ímynd sem er til í bandarískri menningu. En hann er bara kominn í gamla farið að uppnefna fólk og vera eins og hann hefur alltaf verið.“ Trump óttist Harris Viðbrögð Trump séu merki um að hann óttist Harris. Frá því að Biden tilkynnti ákvörðun sína hafi Demókrötum gengið vel, sérstaklega í fjáröflun. „Og lang stærstur hluti af því í smáum framlögum og frá fólki sem er að gefa í fyrsta skipti í þessari kosningabaráttu þannig það er augljóst að hinum almenna Demókrata er mjög létt og þau tilbúin til að taka slaginn fyrir Kamölu Harris.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Ávarpið hófst á miðnætti á íslenskum tíma og sagðist Biden ætla að klára kjörtímabil sitt en að tími væri kominn til að ný og yngri kynslóð tæki við keflinu. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál segir frammistöðu Biden í gær sýna að það hafi verið rétt ákvörðun hjá honum að stíga til hliðar. „Maður í alvörunni fer að hugsa hvort hann hafi kraft í þessa síðustu sex mánuði.“ Donald Trump fór mikinn á framboðsfundi í Norður-Karólínu í gærkvöld þar sem hann beindi spjótum sínum að Kamölu Harris og kallaði hana meðal annars öfga vinstri brjálæðing og Lygnu-Kamölu. Þá gerði hann lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sagði hana fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu barns. Friðjón segir ljóst að innkoma Harris sé áfall fyrir Rebúblikana og Trump. „Það er svolítill vælukjóatónn í honum. Honum finnst þetta allt saman ósanngjarnt, að Biden sé farinn sem hann sá fyrir sér að gjörsigra og Harris komin í staðin.“ Ætlun Trump sé að mála ákveðna mynd af Harris. „Þeir ætla jú að teikna Kamölu upp sem mjög vinstri sinnaða og reiða og svarta konu sem er ekki í jafnvægi, sem er ákveðin ímynd sem er til í bandarískri menningu. En hann er bara kominn í gamla farið að uppnefna fólk og vera eins og hann hefur alltaf verið.“ Trump óttist Harris Viðbrögð Trump séu merki um að hann óttist Harris. Frá því að Biden tilkynnti ákvörðun sína hafi Demókrötum gengið vel, sérstaklega í fjáröflun. „Og lang stærstur hluti af því í smáum framlögum og frá fólki sem er að gefa í fyrsta skipti í þessari kosningabaráttu þannig það er augljóst að hinum almenna Demókrata er mjög létt og þau tilbúin til að taka slaginn fyrir Kamölu Harris.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40