Andrea vann fimmtán hlaup á aðeins hundrað dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2024 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tíu þúsund metra hlaupi í Ármannshlaupinu. Mynd: Frjálsíþróttadeild Ármanns Það hefur verið ekki hægt að treysta á íslenska verðið í sumar en það hefur verið nánast hægt að ganga að því vísu að íslenska hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sé að vinna hlaup einhvers staðar. Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira
Andrea hefur tekið þátt í alls konar hlaupum út um allt land í sumar og sum þeirra hafa líka verið erlendis. Dugnaðurinn og sigurgangan er engu öðru lík. Hvort sem það eru hlaup á braut, götuhlaup eða hlaup upp um fjöll og firnindi þá virðist Andrea alltaf vera á heimavelli. Ótrúlegir 98 dagar Það var því vel við hæfi að taka saman öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir hafa bæði verið mjög sigursæl í sumar.FRÍ Andrea vann alls fimmtán hlaup af öllum stærðum og gerðum frá 4. apríl til 13. júlí og varð að auki í sjötta sæti á Evrópumeistaramótinu í utanvegahlaupum í Frakklandi í júníbyrjun. Þessi fimmtán hlaup skiptast þannig: Átta utanvegahlaup, fjögur brautarhlaup og þrjú götuhlaup. Besta dæmi um magnaða sigurgöngu Andreu er þegar hún varð Íslandsmeistari í fimm hlaupagreinum á aðeins sex dögum um síðustu mánaðamót. Fimm Íslandsmeistaratitlar á sex dögum Andrea varð Íslandsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaup á föstudegi, Íslandsmeistari í 1500 metra hlaupi á laugardegi, Íslandsmeistari í 5000 metra hlaupi á sunnudegi, Íslandsmeistari í 10 kílómetra götuhlaupi á þriðjudegi og loks Íslandsmeistari í hálfu maraþoni á fimmtudegi. Efstu þrír íslensku þátttakendur í maraþoninu í fyrra. Sigurjón Ernir Sturluson, Grétar Örn Guðmundsson og Jörundur Frímann Jónasson. Blómakransinn ber Andrea Kolbeinsdóttir sem vann í kvennaflokki.vísir / hulda margrét Oftar er ekki er Andrea að bursta þessi hlaup og að bæta met, bæði persónuleg met sem og mótsmet. Byrjaði allt í Króatíu Allt byrjaði þetta á Istria skaganum í Króatíu þegar hún vann 42 kílómetra utanvegahlaupið Istria by UTMB. Næsti sigur kom í Íslandsmeistaramótinu í 5 kílómetra götuhlaupi í lok apríl en það var fyrsti af sex Íslandsmeistaratitlum Andreu í sumar. Af þessum fimmtán hlaupum þá hefur Andrea unnið þrettán þeirra á Íslandi en tvö erlendis. Af þessum hlaupum hafa fjögur verið hlaup upp á 5 kílómetra eða minna en ellefu voru lengri hlaup. Laugavegurinn lengstur Lengsta hlaupið var Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi sem var 58 kílómetrar en lengsta hlaupið sem Andrea vann var Laugavegurinn sem var 53 kílómetra utanvegahlaup. Andrea Kolbeinsdóttir var ansi þreytt í endamarkinu eftir sigurinn í Laugavegshlaupinu sem var fimmtánda hlaupið sem hún vann á 98 dögum.Laugavegurinn Andrea átti einnig magnað ár í fyrra en hún endaði þá í fjórða sætinu í kosningunni um Íþróttamann ársins. Hér fyrir neðan má listann yfir öll þessi hlaup sem Andrea hefur unnið. Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Sigurganga Andreu Kolbeinsdóttur á 98 dögum: 6. apríl - Istria by UTMB, 42km utanvegahlaup 25. apríl - Íslandsmeistari í 5km götuhlaupi 4. maí - 20km Puffin í Vestmannaeyjum, utanvegahlaup 18 .maí - 28km Akrfafjall Ultra, utanvegahlaup 20. maí - 17km Hvítasunnuhlaupið, utanvegahlaup 25. maí - 20km Mýrdalshlaupið, utanvegahlaup 1. júní - 58km Evrópumeistaramótið í utanvegahlaupum í Frakklandi (6. sæti) 15. júní - Mt. Esja Ultra Steinninn, utanvegahlaup 22. júní - 5000m hlaup á Smáþjóðameistaramótinu á Gibraltar 28. júní - Íslandsmeistari í 3000m hindrunarhlaupi 29. júní - Íslandsmeistari í 1500m 30. júní - Íslandsmeistari í 5000m 2. júlí - Íslandsmeistari í 10km, götuhlaup 4. júlí - Íslandsmeistari í hálfu maraþoni 6. júlí - 50km Dyrfjallahlaupið, utanvegahlaup 13. júlí - 53km Laugavegurinn, utanvegahlaup
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira