„Ég mun fagna 45 ára afmæli mínu í ágúst svo ég held að það sé kominn tími til að setja inn bikinímynd áður en ég verð of gömul. Kveðja frá búlgarsku ströndinni,“ skrifar Ásdís við færslu á Facebook.
Ásdís er búsett í Búlgaríu ásamt kærasta sínum, athafnamanninum Þórði Daníel Þórðarsyni. Ástin kviknaði á milli þeirra síðastliðið sumar.
Þórður er fyrrum útvarpsmaður útvarpstöðvarinnar FM957. Hann rekur í dag fyrirtækið Icestore sem selur níkótínpúða og rafsígarettur í borginni Plovdiv í Búlgaríu þar sem hann hefur búið síðastliðin sex ár líkt og Ásdís Rán.
Ásdís hefur búið í Búlgaríu undanfarin ár svo athygli hefur vakið. Hún hefur þar staðið fyrir ýmsum viðburðum og hitt margar stórstjörnur.