Allt á fullri ferð á Húsavík um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júlí 2024 13:00 Páll Óskar tróð upp á Mærudögum síðasta árs. Búist er við allt að fjögur þúsund gestum á Húsavík um helgina, þegar bæjarhátíðin Mærudagar fer fram. Karnivalstemning og tónlistarveisla verður meðal þess sem hátíðargestir fá að njóta á Húsavíkurbryggju. Mærudagar á Húsavík eru haldnir á ári hverju síðustu helgina í júlí, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir mikils að vænta um helgina. Hátíðin var sett í gær en í dag verða matarvagnar og tívolí á bryggjunni. „Þannig að það verður svona karnivalstemning á bryggjunni, ásamt því að við verðum með hrútasýningu, hrútaþukl, klukkan níu í kvöld. Svo verða alls konar skemmtilegir viðburðir, tónleikar og tvö böll. Allt að gerast í kvöld,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Aðaldagurinn verði svo á morgun. Þar verði vegleg barnadagskrá, með froðurennibraut og krakkahlaupi, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Huld er framkvæmdastjóri Mærudaga.Guðrún Huld Gunnarsdóttir „Svo erum við með fjögurra klukkutíma tónleikaveislu um kvöldið, Mærudagstónleika. Þá erum við með húsvísku prinsessuna okkar Birgittu Haukdal, ásamt Vidda frá Greifinum, Birni, Daniil, Færibandið og Einar Óla. Við erum með heilan helling af geggjaðri dagskrá.“ Búist er við allt að fjögur þúsund manns þegar mest lætur. Ekkert kostar inn á hátíðina, og því erfitt að mæla aðsóknina með nákvæmum hætti. Guðrún segir hátíðina gefa bæjarlífi Húsavíkur, sem sé vel sótt allt árið um kring, skemmtilegan brag. „Að hafa þessa hátíð á Húsavík gefur bænum enn meiri uppfyllingu og auglýsingu um hvað staðurinn er flottur,“ segir Guðrún. Fjöldi fólks kemur saman á bryggjunni á Húsavík, sem er aðalhátíðarsvæði Mærudaga. Norðurþing Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mærudagar á Húsavík eru haldnir á ári hverju síðustu helgina í júlí, en framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir mikils að vænta um helgina. Hátíðin var sett í gær en í dag verða matarvagnar og tívolí á bryggjunni. „Þannig að það verður svona karnivalstemning á bryggjunni, ásamt því að við verðum með hrútasýningu, hrútaþukl, klukkan níu í kvöld. Svo verða alls konar skemmtilegir viðburðir, tónleikar og tvö böll. Allt að gerast í kvöld,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Aðaldagurinn verði svo á morgun. Þar verði vegleg barnadagskrá, með froðurennibraut og krakkahlaupi, svo eitthvað sé nefnt. Guðrún Huld er framkvæmdastjóri Mærudaga.Guðrún Huld Gunnarsdóttir „Svo erum við með fjögurra klukkutíma tónleikaveislu um kvöldið, Mærudagstónleika. Þá erum við með húsvísku prinsessuna okkar Birgittu Haukdal, ásamt Vidda frá Greifinum, Birni, Daniil, Færibandið og Einar Óla. Við erum með heilan helling af geggjaðri dagskrá.“ Búist er við allt að fjögur þúsund manns þegar mest lætur. Ekkert kostar inn á hátíðina, og því erfitt að mæla aðsóknina með nákvæmum hætti. Guðrún segir hátíðina gefa bæjarlífi Húsavíkur, sem sé vel sótt allt árið um kring, skemmtilegan brag. „Að hafa þessa hátíð á Húsavík gefur bænum enn meiri uppfyllingu og auglýsingu um hvað staðurinn er flottur,“ segir Guðrún. Fjöldi fólks kemur saman á bryggjunni á Húsavík, sem er aðalhátíðarsvæði Mærudaga.
Norðurþing Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira