„Það er erfitt að brjóta okkur niður“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 21:30 Ásta Eir Árnadóttir skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark leiksins þegar liðið sigraði Fylki á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Þrátt fyrir sigur fannst Ástu frammistaðan ekki upp á marga fiska. „Þetta var ekkert spes, mér fannst við eiga fína spilkafla í fyrri hálfleik en frekar „sloppy“. Oft á tíðum lélegar sendingar og við þurftum að hlaupa að þeim. Mjög gott þó að klára þetta,“ sagði Ásta Eir eftir leikinn. Blikar voru með góð tök á leiknum og sóttu mikið að marki Fylkis. Þær náðu þó aðeins einu sinni að koma boltanum fram hjá Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylkis. „Við vorum að komast inn í teiginn en það vantaði aðeins sjálfstraust eða eitthvað til þess að skjóta á markið og reyna á markmanninn. Við ætluðum bara að rekja hann inn en ég held að þessar sem voru þarna frammi vita best hvernig eigi að klára þetta. Við vorum ekki alveg að opna þær nægilega vel. Mér fannst þó aldrei nein hætta, þær fengu ekki færi þó þær lágu aðeins á okkur í lokin. Vorum góðar til baka og engin opin færi frá þeim,“ sagði Ásta um sóknarleik liðsins. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik sigrar og hafa haldið hreinu í þeim öllum. Ásta er að vonum sátt með varnarleikinn í undanförnum leikjum. „Mjög gott, við erum að færa vel og erum þéttar, það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum sáttar með að halda markinu hreinu, svo lengi sem við skorum.“ Eftir stuttan darraðardans í vítateignum fór skot Ástu í markið í upphafi leiks. Hún var ekki í miklum vafa um að markið væri hennar þegar hún var spurð. „Ég ætla rétt að vona það, ég setti hann á nær. Kannski smá viðkoma en það var mjög gott að skora,“ sagði Ásta Eir glettin á svip að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Þetta var ekkert spes, mér fannst við eiga fína spilkafla í fyrri hálfleik en frekar „sloppy“. Oft á tíðum lélegar sendingar og við þurftum að hlaupa að þeim. Mjög gott þó að klára þetta,“ sagði Ásta Eir eftir leikinn. Blikar voru með góð tök á leiknum og sóttu mikið að marki Fylkis. Þær náðu þó aðeins einu sinni að koma boltanum fram hjá Tinnu Brá Magnúsdóttur í marki Fylkis. „Við vorum að komast inn í teiginn en það vantaði aðeins sjálfstraust eða eitthvað til þess að skjóta á markið og reyna á markmanninn. Við ætluðum bara að rekja hann inn en ég held að þessar sem voru þarna frammi vita best hvernig eigi að klára þetta. Við vorum ekki alveg að opna þær nægilega vel. Mér fannst þó aldrei nein hætta, þær fengu ekki færi þó þær lágu aðeins á okkur í lokin. Vorum góðar til baka og engin opin færi frá þeim,“ sagði Ásta um sóknarleik liðsins. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik sigrar og hafa haldið hreinu í þeim öllum. Ásta er að vonum sátt með varnarleikinn í undanförnum leikjum. „Mjög gott, við erum að færa vel og erum þéttar, það er erfitt að brjóta okkur niður. Við erum sáttar með að halda markinu hreinu, svo lengi sem við skorum.“ Eftir stuttan darraðardans í vítateignum fór skot Ástu í markið í upphafi leiks. Hún var ekki í miklum vafa um að markið væri hennar þegar hún var spurð. „Ég ætla rétt að vona það, ég setti hann á nær. Kannski smá viðkoma en það var mjög gott að skora,“ sagði Ásta Eir glettin á svip að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira