Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar í nótt.
Þá var tilkynnt um ökumann sem bakkaði á sömu bifreið í miðborginni þrisvar sinnum. Ökumaðurinn reyndist vera ferðamaður frá Bandaríkjunum og ekki undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Einnig var tilkynnt um karlmann á bifreið sem elti fótgangandi konu. Karlinn fór úr bifreiðinni sinni, kallaði á eftir konunni með buxurnar niðri um sig þannig að getnaðarlimur hans blasti við. Konan sagði í samtali við lögreglu að hún hafi komist heim til sín heil á húfi. Leit stendur yfir að manninum þegar þetta er ritað.
Framvísaði skírteni tvíburabróður
Ökumaður var stöðvaður í umferðinni í nótt sem framvísaði ökuskírteni tvíburabróður hans, en ökumaðurinn sjálfur var án ökuréttinda. Lögreglumenn létu ekki gabbast af þessari tilraun ökumannsins og á hann yfir höfði sér kæru vegna rangra sakargifta og skjalafals, ásamt akstri án ökuréttinda.
Tilkynnt var um hóp drengja sem héldu einum dreng niðri í Kópavogi og veittust að honum, þar sem árásarmennirnir voru mögulega með barefli. Málið er í rannsókn.