FBI dregur forstjórann í land og staðfestir að Trump hafi orðið fyrir byssukúlu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2024 10:47 Donald Trump var fylgt af sviðinu eftir árásina í Butler í Pennsylvaníu þann 13. júlí síðastliðinn. Ap/Gene J. Puskar Bandaríska alríkislögreglan (FBI) staðfestir að það hafi verið byssukúla sem hæfði eyra Donalds Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu fyrir um tveimur vikum. Yfirlýsingin kemur í kjölfar óljósra frásagna um það hvað olli sárum hans þegar byssumaður hóf skothríð þann 13. júlí. „Það sem hæfði Trump, fyrrverandi forseta í eyrað var byssukúla, hvort sem hún var heil eða búin að sundrast í minni hluta, skotið úr riffli hins látna,“ segir í yfirlýsingu alríkislögreglunnar en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Þessi stutta yfirlýsing kemur í kjölfar óljósra ummæla sem Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar lét falla fyrr í vikunni. Virtust þau vekja efasemdir um það hvort Trump hafi raunverulega orðið fyrir byssukúlu. „Það er viss spurning hvort það var byssukúla eða eitthvað brot sem hæfði eyra hans,“ sagði Wray í svari við spurningu Jim Jordan, formanni dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Sneri hún að því hvort FBI hafi gert grein fyrir öllum byssukúlunum sem skotið var af árásarmanninum. „Það er hugsanlegt – eins og stendur veit ég ekki hvort þessi kúla, ásamt því að valda skrámunni hefði hún líka getað lent annars staðar,“ sagði Wray. Vakið reiði stuðningsmanna Orð forstjórans vöktu reiði Trumps og bandamanna hans og ýttu frekar undir samsæriskenningar sem hafa sprottið upp eftir banatilræðið þann 13. júlí. Fram að þessu höfðu fulltrúar alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar sem tóku þátt í rannsókn málsins neitað að veita upplýsingar um það hvað olli sárum Trumps. Kosningaherbúðir Trumps hafa sömuleiðis ekki viljað birta sjúkraskrár frá sjúkrahúsinu þar sem hann var fyrst meðhöndlaður eða veita fjölmiðlum aðgang að læknum þar. Í stað þess hafa upplýsingar fyrst og fremst borist frá Trump sjálfum og Ronny Jackson, lækni og dyggum stuðningsmanni Trumps sem starfaði sem læknir hans í Hvíta húsinu. Donald Trump hefur lýst því að byssukúla hafi farið í gegnum eyra hans á þessum örlagaríka kosningafundi.AP/Evan Vucci Lítið um svör í fyrstu AP-fréttaveitan greinir frá því að spurningar um umfang og eðli sára Trumps hafi vaknað strax eftir árásina þegar kosningateymi hans og lögreglumenn neituðu að svara spurningum um ástand hans eða meðferðina sem hann fékk. Trump sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social nokkrum klukkustundum eftir árásina að hann hafi verið „skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hlutann á hægra eyra mínu.“ „Ég vissi strax að eitthvað var að af því ég heyrði suð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina,“ skrifaði hann. Tregða alríkislögreglunnar við að staðfesta þessa frásögn hefur aukið á spennu milli forsvarsmanna stofnunarinnar og forsetans fyrrverandi sem hefur lengi sakað hana um að vinna gegn sér. Wray, forstjóri alríkislögreglunnar hefur hafnað þeim ásökunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Það sem hæfði Trump, fyrrverandi forseta í eyrað var byssukúla, hvort sem hún var heil eða búin að sundrast í minni hluta, skotið úr riffli hins látna,“ segir í yfirlýsingu alríkislögreglunnar en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Þessi stutta yfirlýsing kemur í kjölfar óljósra ummæla sem Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar lét falla fyrr í vikunni. Virtust þau vekja efasemdir um það hvort Trump hafi raunverulega orðið fyrir byssukúlu. „Það er viss spurning hvort það var byssukúla eða eitthvað brot sem hæfði eyra hans,“ sagði Wray í svari við spurningu Jim Jordan, formanni dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Sneri hún að því hvort FBI hafi gert grein fyrir öllum byssukúlunum sem skotið var af árásarmanninum. „Það er hugsanlegt – eins og stendur veit ég ekki hvort þessi kúla, ásamt því að valda skrámunni hefði hún líka getað lent annars staðar,“ sagði Wray. Vakið reiði stuðningsmanna Orð forstjórans vöktu reiði Trumps og bandamanna hans og ýttu frekar undir samsæriskenningar sem hafa sprottið upp eftir banatilræðið þann 13. júlí. Fram að þessu höfðu fulltrúar alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar sem tóku þátt í rannsókn málsins neitað að veita upplýsingar um það hvað olli sárum Trumps. Kosningaherbúðir Trumps hafa sömuleiðis ekki viljað birta sjúkraskrár frá sjúkrahúsinu þar sem hann var fyrst meðhöndlaður eða veita fjölmiðlum aðgang að læknum þar. Í stað þess hafa upplýsingar fyrst og fremst borist frá Trump sjálfum og Ronny Jackson, lækni og dyggum stuðningsmanni Trumps sem starfaði sem læknir hans í Hvíta húsinu. Donald Trump hefur lýst því að byssukúla hafi farið í gegnum eyra hans á þessum örlagaríka kosningafundi.AP/Evan Vucci Lítið um svör í fyrstu AP-fréttaveitan greinir frá því að spurningar um umfang og eðli sára Trumps hafi vaknað strax eftir árásina þegar kosningateymi hans og lögreglumenn neituðu að svara spurningum um ástand hans eða meðferðina sem hann fékk. Trump sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social nokkrum klukkustundum eftir árásina að hann hafi verið „skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hlutann á hægra eyra mínu.“ „Ég vissi strax að eitthvað var að af því ég heyrði suð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina,“ skrifaði hann. Tregða alríkislögreglunnar við að staðfesta þessa frásögn hefur aukið á spennu milli forsvarsmanna stofnunarinnar og forsetans fyrrverandi sem hefur lengi sakað hana um að vinna gegn sér. Wray, forstjóri alríkislögreglunnar hefur hafnað þeim ásökunum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira