Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2024 14:45 Fólkið festi bílinn í Jökulgilskvísl á Fjallabaksleið nyrðri. Það er ekki ólíklegt að þau hafi ætlað að fara hjáleið vegna lokunarinnar á hringveginum. Landsbjörg Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Rétt fyrir hádegi barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna málsins. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði voru að ljúka hálendisvakt í dag, en þeir brugðust skjótt við og héldu á staðinn. Voru gegnblaut og köld „Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns-björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Björgunarmaður með straumvatnsbjörgunarbúnað óð til fólksins og kom þeim í land.Landsbjörg Ferðamennirnir voru vafnir í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var losaður úr ánni, reyndist gangfær, og var fluttur að Landmannalaugum ásamt fólkinu, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús. Hjáleið fyrir vel útbúna bíla Hringvegurinn er eins og sakir standa lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, en miklar skemmdir eru á veginum á um 700 metra kafla eftir jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í gær. Sérútbúnir bílar geta keyrt hjáleið um Fjallabaksleið nyrðra, en vegna mikillar úrkomu getur sú leið líka orðið illfær. Fjallabaksleið nyrðri er fær vel útbúnum bílum.Landsbjörg Gul veðurviðvörun er á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna mikillar úrkomu, og búast má við vatnavöxtum í ám og geta vöð yfir ár orðið ófær. Bíllinn sat pikkfastur og talsvert vatn hafði flætt inn í hann.Landsbjörg Rangárþing ytra Björgunarsveitir Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rétt fyrir hádegi barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna málsins. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði voru að ljúka hálendisvakt í dag, en þeir brugðust skjótt við og héldu á staðinn. Voru gegnblaut og köld „Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns-björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Björgunarmaður með straumvatnsbjörgunarbúnað óð til fólksins og kom þeim í land.Landsbjörg Ferðamennirnir voru vafnir í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var losaður úr ánni, reyndist gangfær, og var fluttur að Landmannalaugum ásamt fólkinu, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús. Hjáleið fyrir vel útbúna bíla Hringvegurinn er eins og sakir standa lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, en miklar skemmdir eru á veginum á um 700 metra kafla eftir jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í gær. Sérútbúnir bílar geta keyrt hjáleið um Fjallabaksleið nyrðra, en vegna mikillar úrkomu getur sú leið líka orðið illfær. Fjallabaksleið nyrðri er fær vel útbúnum bílum.Landsbjörg Gul veðurviðvörun er á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna mikillar úrkomu, og búast má við vatnavöxtum í ám og geta vöð yfir ár orðið ófær. Bíllinn sat pikkfastur og talsvert vatn hafði flætt inn í hann.Landsbjörg
Rangárþing ytra Björgunarsveitir Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira