KR og KA eigast við í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu klukkan 18:00, en bein útsending hefst stundarfjórðungi fyrr á Stöð 2 Sport. Að leik loknum verður Stúkan svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr umferðinni.
Á Vodafone Sport verður svo boðið upp á tvo leiki í MLB-deildinni í hafnabolta. Klukkan 19:00 mætast Orioles og Blue Jays áður en Red Sox og Mariners eigast við klukkan 23:00.