Uppgjörið: KR - KA 2-2 | Finnur Tómas bjargaði stigi fyrir KR á síðustu stundu Hjörvar Ólafsson skrifar 29. júlí 2024 19:55 KA-menn fagna marki Daníels Hafsteinssonar. vísir/ernir KR-ingar björguðu stigi í blálokin þegar liðið fékk KA í heimsókn á Meistaravelli í Vesturbænum í 16. umferð Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. KR hefur ekki haft betur í leik í deildinni síðan 20. maí og á eftir að vinna á heimavelli í sumar. Benóný Breki Andrésson kom KR yfir í leiknum en hann fékk góða sendingu frá Luke Rae og kláraði færið af stakri prýði með föstu og hnitmiðuðu skoti í nærhornið. Þetta er sjötta deildarmark Benónýs Breka í sumar. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og í upphafi seinni hálfleiks en þegar líða tók á seinni hálfleikinn tók gestirnir öll völd á vellinum. Daníel Hafsteinsson jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik en hann átti kraftmikið hlaup af miðsvæðinu og fékk sendingu frá Harley Willard. Daníel átti ágætis skot sem Guy Smit varði í netið. Rúmum 10 mínútum síðar opnaði Viðar Örn Kjartansson svo loksins markareikning sinni fyrir KA en hann fékk þá laglega stungusendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni og sýndi gamalkunna takta þegar hann slúttaði. Leikmenn KR lögðu ekki árar í bát og Finnur Tómas Pálmason tryggði liðinu stig með marki sínu á lokaandartökum uppbótartíma leiksins. Aron Sigurðarson skallaði þá boltann fyrir á Finn Tómas sem skoraði með skalla af stuttu færi. KR-ingar misstu enn einn leikmanninn í meiðsli í þessum leik en Stefán Árni Geirsson meiddist á hné í fyrri hálfleik og þurfti að yfirgefa völlinn vegna þeirra meiðsla. Fyrir á meiðslalistanum eru Birgir Steinn Styrmisson, Aron Kristófer Lárusson, Theódór Elmar Bjarnason og Kristján Flóki Finnbogason. KA-menn eru taplausir í síðustu sex leikjum sínum í deildinni en liðið hefur haft betur í fjórum og gert tvö jafntefli. KR hefur hins vegar spilað átta leiki án sigurs og kom síðasti sigurinn í deildinni gegn FH 20. maí. Þá hefur KR ekki enn borið sigurorð á heimavelli í deildinni í sumar. KA er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig eftir þessi úrslit en KR er sæti neðar með 15 stig. HK er í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 14 stig, Vestri er í næstneðsta sæti með 12 stig og Fylkir vermir botnsætið með 11 stig. Atvik leiksins Viðar Örn skoraði langþráð mark og Finnur Tómas setti dramatískt jöfnunarmark. Það voru tveir hápunktarnir í þessum annars fjöruga leik sem hafði upp á margt að bjóða. Stjörnur og skúrkar Luke Rae var síógnandi á hægri vængnum hjá KR og lagði upp fyrra mark KR-liðsins í leiknum. Jóhannes Kristinn Bjarnason átti góða innkomu en þetta var fyrsti leikur hans eftir að hafa fótbrotnað í leik gegn Fram í upphafi sumars. Harley Willard var iðinn við að koma sér í góðar stöður og átti eina stoðsendingu í þessum leik. Daníel Hafsteinsson var svo öflugur á miðsvæðinu. Viðar Örn minnti svo á sig þegar hann skoraði gott mark. Dómarar leiksins Pétur Guðmundsson steig fá feilspor og lét leikinn flæða vel. Af þeim sökum fá Pétur og aðstoðarmenn hans sjö í einkunn. Stemming og umgjörð Það rættist úr mætingunni þegar líða tók á leiknn en það var fremur róleg stemming á þessu annars fallega kvöldi í Vesturbænum. Völlurinn rennisléttur en virkaði reyndar frekar háll fyrir suma leikmenn. Viðtöl Pálmi Rafn: Mikilvægt stig fyrir lið í okkar stöðu Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik hjá KR. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það var gríðarlega mikilvægt að ná að jafna. Bæði bara að ná í stig og svo bara fyrir okkur sem lið með lítið sjálfstraust að tapa ekki. Það hefði líka verið rán að mínu mati ef við hefðum ekki fengið neitt út úr þessum leik,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir sterkari aðilinn í þessum leik og við þurfum að fara að nýta það betur þegar við höfum yfirburði í leikjum. Það var samt karakter að koma til baka og ná einhverju út úr þessum leik,“ sagði Pálmi Rafn enn fremur. „Við erum að leita að liðsstyrk og ég vona að við náum að stækka hópinn okkar í glugganum. Ég er samt ekki djúpur inni í þeim samnningaviðræðum sem eru í gangi og því veit ég ekki hver staðan er á því. Sjáum hvað setur,“ sagði þjálfarinn um væntanlegan liðsstyrk. Hallgrímur: Veit ekki hvernig mér líður með þetta Hallgrímur Jónasson sá glasið svona sirka hálffullt. Vísir/Anton Brink „Ef þú hefðir talað við mig í hálfleik þá væri ég hæstánægður með þetta stig. Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Það var sterkt að ná að komast yfir og það var sanngjarnt miðað við hvernig við spiluðum í seinni hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Það var svekkjandi að ná ekki að halda þetta út og fá mark á okkur eftir tilviljunarkennt atvik eftir fast leikatriði. Við verðum hins vegar bara að taka þessu stigi og halda áfram. Stigasöfnunin hefur verið góð undanfarið og það er gott að halda áfram að tapa ekki,“ sagði hann þar að auki. „Við erum ánægðir með að Viðar Örn sé kominn á blað. Hann hefur verið að spila vel í síðustu leikum og er kominn í gott form. Viðar náði í víti á móti Vestra og hlaupatölurnar sýna að hann er að komast í mjög gott form. Vonandi verður áframhald á þessu hjá honum,“ sagði Húsvíkingurinn. Besta deild karla KR KA
KR-ingar björguðu stigi í blálokin þegar liðið fékk KA í heimsókn á Meistaravelli í Vesturbænum í 16. umferð Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. KR hefur ekki haft betur í leik í deildinni síðan 20. maí og á eftir að vinna á heimavelli í sumar. Benóný Breki Andrésson kom KR yfir í leiknum en hann fékk góða sendingu frá Luke Rae og kláraði færið af stakri prýði með föstu og hnitmiðuðu skoti í nærhornið. Þetta er sjötta deildarmark Benónýs Breka í sumar. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og í upphafi seinni hálfleiks en þegar líða tók á seinni hálfleikinn tók gestirnir öll völd á vellinum. Daníel Hafsteinsson jafnaði metin eftir tæplega klukkutíma leik en hann átti kraftmikið hlaup af miðsvæðinu og fékk sendingu frá Harley Willard. Daníel átti ágætis skot sem Guy Smit varði í netið. Rúmum 10 mínútum síðar opnaði Viðar Örn Kjartansson svo loksins markareikning sinni fyrir KA en hann fékk þá laglega stungusendingu frá Hallgrími Mar Steingrímssyni og sýndi gamalkunna takta þegar hann slúttaði. Leikmenn KR lögðu ekki árar í bát og Finnur Tómas Pálmason tryggði liðinu stig með marki sínu á lokaandartökum uppbótartíma leiksins. Aron Sigurðarson skallaði þá boltann fyrir á Finn Tómas sem skoraði með skalla af stuttu færi. KR-ingar misstu enn einn leikmanninn í meiðsli í þessum leik en Stefán Árni Geirsson meiddist á hné í fyrri hálfleik og þurfti að yfirgefa völlinn vegna þeirra meiðsla. Fyrir á meiðslalistanum eru Birgir Steinn Styrmisson, Aron Kristófer Lárusson, Theódór Elmar Bjarnason og Kristján Flóki Finnbogason. KA-menn eru taplausir í síðustu sex leikjum sínum í deildinni en liðið hefur haft betur í fjórum og gert tvö jafntefli. KR hefur hins vegar spilað átta leiki án sigurs og kom síðasti sigurinn í deildinni gegn FH 20. maí. Þá hefur KR ekki enn borið sigurorð á heimavelli í deildinni í sumar. KA er í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig eftir þessi úrslit en KR er sæti neðar með 15 stig. HK er í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 14 stig, Vestri er í næstneðsta sæti með 12 stig og Fylkir vermir botnsætið með 11 stig. Atvik leiksins Viðar Örn skoraði langþráð mark og Finnur Tómas setti dramatískt jöfnunarmark. Það voru tveir hápunktarnir í þessum annars fjöruga leik sem hafði upp á margt að bjóða. Stjörnur og skúrkar Luke Rae var síógnandi á hægri vængnum hjá KR og lagði upp fyrra mark KR-liðsins í leiknum. Jóhannes Kristinn Bjarnason átti góða innkomu en þetta var fyrsti leikur hans eftir að hafa fótbrotnað í leik gegn Fram í upphafi sumars. Harley Willard var iðinn við að koma sér í góðar stöður og átti eina stoðsendingu í þessum leik. Daníel Hafsteinsson var svo öflugur á miðsvæðinu. Viðar Örn minnti svo á sig þegar hann skoraði gott mark. Dómarar leiksins Pétur Guðmundsson steig fá feilspor og lét leikinn flæða vel. Af þeim sökum fá Pétur og aðstoðarmenn hans sjö í einkunn. Stemming og umgjörð Það rættist úr mætingunni þegar líða tók á leiknn en það var fremur róleg stemming á þessu annars fallega kvöldi í Vesturbænum. Völlurinn rennisléttur en virkaði reyndar frekar háll fyrir suma leikmenn. Viðtöl Pálmi Rafn: Mikilvægt stig fyrir lið í okkar stöðu Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, á hliðarlínunni í leik hjá KR. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það var gríðarlega mikilvægt að ná að jafna. Bæði bara að ná í stig og svo bara fyrir okkur sem lið með lítið sjálfstraust að tapa ekki. Það hefði líka verið rán að mínu mati ef við hefðum ekki fengið neitt út úr þessum leik,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir sterkari aðilinn í þessum leik og við þurfum að fara að nýta það betur þegar við höfum yfirburði í leikjum. Það var samt karakter að koma til baka og ná einhverju út úr þessum leik,“ sagði Pálmi Rafn enn fremur. „Við erum að leita að liðsstyrk og ég vona að við náum að stækka hópinn okkar í glugganum. Ég er samt ekki djúpur inni í þeim samnningaviðræðum sem eru í gangi og því veit ég ekki hver staðan er á því. Sjáum hvað setur,“ sagði þjálfarinn um væntanlegan liðsstyrk. Hallgrímur: Veit ekki hvernig mér líður með þetta Hallgrímur Jónasson sá glasið svona sirka hálffullt. Vísir/Anton Brink „Ef þú hefðir talað við mig í hálfleik þá væri ég hæstánægður með þetta stig. Við vorum mjög slakir í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Það var sterkt að ná að komast yfir og það var sanngjarnt miðað við hvernig við spiluðum í seinni hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Það var svekkjandi að ná ekki að halda þetta út og fá mark á okkur eftir tilviljunarkennt atvik eftir fast leikatriði. Við verðum hins vegar bara að taka þessu stigi og halda áfram. Stigasöfnunin hefur verið góð undanfarið og það er gott að halda áfram að tapa ekki,“ sagði hann þar að auki. „Við erum ánægðir með að Viðar Örn sé kominn á blað. Hann hefur verið að spila vel í síðustu leikum og er kominn í gott form. Viðar náði í víti á móti Vestra og hlaupatölurnar sýna að hann er að komast í mjög gott form. Vonandi verður áframhald á þessu hjá honum,“ sagði Húsvíkingurinn.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti