Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2024 19:00 Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir viðskiptavini byrjaða að óska eftir og fá svokallaðan forsetaafslátt. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal hundrað boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Síðustu daga hefur svo verið óljóst hvaða kjör hjónin nutu hjá umboðinu. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um afsláttinn frá Höllu og Brimborg á laugardaginn en það var ekki fyrr en á Facebook í morgun sem Halla svaraði því hjónin hefðu fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsinsl. Í kjölfarið bárust svör frá umboðinu. Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir dygga viðskiptavini fá slíkan afslátt. „Þetta er svona góður viðskiptamannaafsláttur hér frá Brimborg fyrir fólk sem er búið að vera lengi í viðskiptum hjá okkur. Bíllinn kostar um 7,9 milljónir á fullu verði og hún staðgreiddi þannig að hún fær aukaafslátt út á það. Þetta er afsláttur í hærri kantinum en í samræmi við þau kjör sem við bjóðum góðum viðskiptavinum Brimborgar,“ segir Gísli sem bætir við að umboðið hafi hins vegar veitt hærri afslætti. Verðandi forsetahjón keyptu Volvo EX30 Ultra LR RWD af Brimborg. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er listaverð bílsins um 7,7 milljónir króna en hjónin bættu við aukabúnaði þannig að verðið var um 7,9 milljónir. Þau fengu 7,5 prósenta afslátt og greiddu um 7,3 milljónir króna fyrir bílinn.Vísir/Sigurjón Hún verði svara hvað hún hélt að yrði gert við myndina Gísli segir að umboðið hafi þegar tekið ljósmyndina af forsetahjónum úr umferð þegar Halla óskaði eftir því og beðið hana afsökunar á birtingunni. „Það skal tekið fram að við spurðum hana ekki hvort við mættum birta ljósmyndina. Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli. Fyrrum forseti nemendafélags fékk forsetaafsláttinn Hann segist finna fyrir auknum áhuga á bílnum sem hjónin keyptu í kjölfar umræðunnar og að fólk óski eftir sambærilegum afsláttarkjörum. „Við höfum fengið gríðarlega margar fyrirspurnir vegna bílsins og afsláttarins. Fólk kemur og óskar eftir forsetaafslættinum. Við gáfum t.d. fyrrverandi forseta nemendafélags MH forsetaafsláttinn. Við erum alltaf til í góða afslætti fyrir góða kúnna,“ segir Gísli að lokum. Bílar Forseti Íslands Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Umfjöllun um bílakaup verðandi forsetahjóna hafa vakið mikla athygli síðustu daga eftir að Brimborg auglýsti kaupin á samfélagsmiðlum og upplýst var að eigandi umboðsins væri meðal hundrað boðsgesta á innsetningarathöfn verðandi forseta. Síðustu daga hefur svo verið óljóst hvaða kjör hjónin nutu hjá umboðinu. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um afsláttinn frá Höllu og Brimborg á laugardaginn en það var ekki fyrr en á Facebook í morgun sem Halla svaraði því hjónin hefðu fengið 7,5 prósenta afslátt af verði bílsinsl. Í kjölfarið bárust svör frá umboðinu. Gísli Örn Bjarnason framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Brimborg segir dygga viðskiptavini fá slíkan afslátt. „Þetta er svona góður viðskiptamannaafsláttur hér frá Brimborg fyrir fólk sem er búið að vera lengi í viðskiptum hjá okkur. Bíllinn kostar um 7,9 milljónir á fullu verði og hún staðgreiddi þannig að hún fær aukaafslátt út á það. Þetta er afsláttur í hærri kantinum en í samræmi við þau kjör sem við bjóðum góðum viðskiptavinum Brimborgar,“ segir Gísli sem bætir við að umboðið hafi hins vegar veitt hærri afslætti. Verðandi forsetahjón keyptu Volvo EX30 Ultra LR RWD af Brimborg. Samkvæmt upplýsingum frá umboðinu er listaverð bílsins um 7,7 milljónir króna en hjónin bættu við aukabúnaði þannig að verðið var um 7,9 milljónir. Þau fengu 7,5 prósenta afslátt og greiddu um 7,3 milljónir króna fyrir bílinn.Vísir/Sigurjón Hún verði svara hvað hún hélt að yrði gert við myndina Gísli segir að umboðið hafi þegar tekið ljósmyndina af forsetahjónum úr umferð þegar Halla óskaði eftir því og beðið hana afsökunar á birtingunni. „Það skal tekið fram að við spurðum hana ekki hvort við mættum birta ljósmyndina. Hún verður svo að svara því hvað hún reiknaði með að yrði gert við myndina“ segir Gísli. Fyrrum forseti nemendafélags fékk forsetaafsláttinn Hann segist finna fyrir auknum áhuga á bílnum sem hjónin keyptu í kjölfar umræðunnar og að fólk óski eftir sambærilegum afsláttarkjörum. „Við höfum fengið gríðarlega margar fyrirspurnir vegna bílsins og afsláttarins. Fólk kemur og óskar eftir forsetaafslættinum. Við gáfum t.d. fyrrverandi forseta nemendafélags MH forsetaafsláttinn. Við erum alltaf til í góða afslætti fyrir góða kúnna,“ segir Gísli að lokum.
Bílar Forseti Íslands Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira