Sagði móður ekki heila á geði og fær skömm í hattinn Jón Þór Stefánsson skrifar 30. júlí 2024 13:19 Auður Björg Jónsdóttir var lögmaður föður í forsjármáli. Vísir/Sigurjón Ummæli Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns, sem gætti hagsmuna föður drengs í forsjármáli, í garð móður drengsins þóttu aðfinnsluverð að mati úrskurðarnefndar lögmanna. Nefndin segir að hún hafi gengið of langt með gífuryrðum um andlega heilsu móðurinnar. Ummælin sem þóttu aðfinnsluverð voru fjögur talsins, en þau vörðuðu öll meinta andlega kvilla móðurinnar. Ummælin voru eftirfarandi: „…móðir er ekki andlega heil…“ „Konan er augljóslega ekki heil á geði og er til alls líkleg. Ætla starfsmenn [Barnaverndar] að hafa það á samviskunni að hafa fullyrt að drengnum sé ekki hætta búin hjá móður og finna hann svo látinn!“ „…móður sem fullyrða má að er ekki andlega heilbrigð miðað við gögn málsins,“ „…móðir er ekki heil,“ Móðirin kvartaði þó yfir talsvert fleiri ummælum, en í kvörtun hennar voru nítján ummæli tekin fyrir. Lang flest ummælanna sendi konan í tölvupósti á Barnavernd. Meðal annars var kvartað yfir því að hún skyldi kalla börn konunnar „iðjuleysingja“. Þá hafi hún sagt „afsakið orðbragðið en þvílík skita!“ til þess að leggja áherslu á ákvörðun barnaverndar í málinu. Þau ummæli þóttu þó ekki aðfinnsluverð að mati úrskurðarnefndarinnar. Þó þótti einnig aðfinnsluvert að Auður skyldi senda dómara í málinu tölvupóst eftir að málið hafði verið dómtekið þar sem frekari málsástæður voru bornar fram. Aðfarargerð á Barnaspítalanum Forsjármálið sem er undirliggjandi í málinu var nokkuð áberandi í fjölmiðlum árið 2022. Greint var frá umfangsmikilli aðgerð sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var tekið úr lyfjagjöf og flutt frá móðurinni til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Auður rekur atvik málsins í úrskurðinum. Móðirin hafi neitað að afhenda drenginn í kjölfar dóms Landsréttar. Síðan hafi faðirinn krafist þess að drengurinn yrði afhentur honum með aðfarargerð sem staðfest hafi verið af héraðsdómi og Landsrétti. Móðirin hafi verið í felum með drenginn og hann ekki mætt í skóla. Aðfarargerðin vakti athygli líkt og áður segir, og varð til að mynda til þess að rætt var um mál sem þessi á Alþingi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að stjórnvöld ættu að forðast að gera nokkuð sem gæti truflað veitingu nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Segir fullyrðingar um fjandsemi ekki standast Móðirin vildi meina að með ummælum Auðar hefði hún gengið langt umfram það sem eðlilegt gæti talist eða sæmi háttum lögmanns. Auður hefði unnið gegn réttindum barna hennar með því að draga frásagnir þeirra um meint ofbeldi föðurins í efa. Þá sagðist hún hafa fundið fyrir fjandsemi Auðar í garð hennar og barnanna. Auður sagðist geta vel skilið að móðurinni væri ekki vel við sig þar sem hún hefði gætt hagsmuna föðurins. Hún sagði þó fullyrðingar um fjandsemi sína í garð móðurinnar og barna hennar alrangar. Hún hefði ekkert gert á hlut móðurinnar, ekki komið fram með persónulegar ásakanir eða sýnt henni dónaskap. Þvert á móti, hún hefði komið fram af virðingu. Gífuryrði um andlega heilsu aðfinnsluverð Úrskurðarnefnd lögmanna segir í úrskurði sínum að þau nítján ummæli Auðar sem tekin voru fyrir megi skipta í tvennt. Annars vegar voru það ummæli um barnaverndaryfirvöld sem nefndin taldi ekki aðfinnsluverð þar sem hún bæði gagnrýndi aðgerðir yfirvalda og benti á dómafordæmi. Ekki var hægt að sjá að með þeim ummælum hefði hún gert á hlut móðurinnar. Hins vegar voru það ummæli um sjálfa móðurina sem voru aðfinnsluverð að einhverju leyti. Nefndin bendir á að ólögmætt ástand í máli móðurinnar og barnsins hafi myndast á þeim tíma sem hún lét ummælin falla. Þá hafi barnavernd viðhaft ámælisverða stjórnsýslu í málinu. Í þeim aðstæðum sé eðlilegt að lögmaður fái rúmt málfrelsi og svigrúm til að koma á lögmætu ástandi. Auður mátti að mati nefndarinnar ganga langt í umfjöllun sinni um persónu móðurinnar vegna þessara aðstæðna. Þrátt fyrir það hafi hún gengið lengra en henni var heimilt með gífuryrðum um andlega heilsu móðurinnar. Jafnframt þótti nefndinni aðfinnsluvert að Auður skyldi senda dómara í málinu tölvupóst eftir að málið hafði verið dómtekið þar sem frekari málsástæður voru bornar fram. Dómsmál Lögmennska Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Ummælin sem þóttu aðfinnsluverð voru fjögur talsins, en þau vörðuðu öll meinta andlega kvilla móðurinnar. Ummælin voru eftirfarandi: „…móðir er ekki andlega heil…“ „Konan er augljóslega ekki heil á geði og er til alls líkleg. Ætla starfsmenn [Barnaverndar] að hafa það á samviskunni að hafa fullyrt að drengnum sé ekki hætta búin hjá móður og finna hann svo látinn!“ „…móður sem fullyrða má að er ekki andlega heilbrigð miðað við gögn málsins,“ „…móðir er ekki heil,“ Móðirin kvartaði þó yfir talsvert fleiri ummælum, en í kvörtun hennar voru nítján ummæli tekin fyrir. Lang flest ummælanna sendi konan í tölvupósti á Barnavernd. Meðal annars var kvartað yfir því að hún skyldi kalla börn konunnar „iðjuleysingja“. Þá hafi hún sagt „afsakið orðbragðið en þvílík skita!“ til þess að leggja áherslu á ákvörðun barnaverndar í málinu. Þau ummæli þóttu þó ekki aðfinnsluverð að mati úrskurðarnefndarinnar. Þó þótti einnig aðfinnsluvert að Auður skyldi senda dómara í málinu tölvupóst eftir að málið hafði verið dómtekið þar sem frekari málsástæður voru bornar fram. Aðfarargerð á Barnaspítalanum Forsjármálið sem er undirliggjandi í málinu var nokkuð áberandi í fjölmiðlum árið 2022. Greint var frá umfangsmikilli aðgerð sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var tekið úr lyfjagjöf og flutt frá móðurinni til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Auður rekur atvik málsins í úrskurðinum. Móðirin hafi neitað að afhenda drenginn í kjölfar dóms Landsréttar. Síðan hafi faðirinn krafist þess að drengurinn yrði afhentur honum með aðfarargerð sem staðfest hafi verið af héraðsdómi og Landsrétti. Móðirin hafi verið í felum með drenginn og hann ekki mætt í skóla. Aðfarargerðin vakti athygli líkt og áður segir, og varð til að mynda til þess að rætt var um mál sem þessi á Alþingi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði að stjórnvöld ættu að forðast að gera nokkuð sem gæti truflað veitingu nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Segir fullyrðingar um fjandsemi ekki standast Móðirin vildi meina að með ummælum Auðar hefði hún gengið langt umfram það sem eðlilegt gæti talist eða sæmi háttum lögmanns. Auður hefði unnið gegn réttindum barna hennar með því að draga frásagnir þeirra um meint ofbeldi föðurins í efa. Þá sagðist hún hafa fundið fyrir fjandsemi Auðar í garð hennar og barnanna. Auður sagðist geta vel skilið að móðurinni væri ekki vel við sig þar sem hún hefði gætt hagsmuna föðurins. Hún sagði þó fullyrðingar um fjandsemi sína í garð móðurinnar og barna hennar alrangar. Hún hefði ekkert gert á hlut móðurinnar, ekki komið fram með persónulegar ásakanir eða sýnt henni dónaskap. Þvert á móti, hún hefði komið fram af virðingu. Gífuryrði um andlega heilsu aðfinnsluverð Úrskurðarnefnd lögmanna segir í úrskurði sínum að þau nítján ummæli Auðar sem tekin voru fyrir megi skipta í tvennt. Annars vegar voru það ummæli um barnaverndaryfirvöld sem nefndin taldi ekki aðfinnsluverð þar sem hún bæði gagnrýndi aðgerðir yfirvalda og benti á dómafordæmi. Ekki var hægt að sjá að með þeim ummælum hefði hún gert á hlut móðurinnar. Hins vegar voru það ummæli um sjálfa móðurina sem voru aðfinnsluverð að einhverju leyti. Nefndin bendir á að ólögmætt ástand í máli móðurinnar og barnsins hafi myndast á þeim tíma sem hún lét ummælin falla. Þá hafi barnavernd viðhaft ámælisverða stjórnsýslu í málinu. Í þeim aðstæðum sé eðlilegt að lögmaður fái rúmt málfrelsi og svigrúm til að koma á lögmætu ástandi. Auður mátti að mati nefndarinnar ganga langt í umfjöllun sinni um persónu móðurinnar vegna þessara aðstæðna. Þrátt fyrir það hafi hún gengið lengra en henni var heimilt með gífuryrðum um andlega heilsu móðurinnar. Jafnframt þótti nefndinni aðfinnsluvert að Auður skyldi senda dómara í málinu tölvupóst eftir að málið hafði verið dómtekið þar sem frekari málsástæður voru bornar fram.
„…móðir er ekki andlega heil…“ „Konan er augljóslega ekki heil á geði og er til alls líkleg. Ætla starfsmenn [Barnaverndar] að hafa það á samviskunni að hafa fullyrt að drengnum sé ekki hætta búin hjá móður og finna hann svo látinn!“ „…móður sem fullyrða má að er ekki andlega heilbrigð miðað við gögn málsins,“ „…móðir er ekki heil,“
Dómsmál Lögmennska Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira