„Eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi vinnu sína“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2024 19:30 Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns ákvað í fyrra að selja áskrift að vef sínum eftir hvatningu frá Facebook. Verkefnið gangi vel. Vísir/Sigurjón Skessuhorn ákvað að taka áskorun Facebook og selja áskriftir á fréttavef sinn í fyrra. Ritstjóri héraðsfréttamiðilsins segir eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar fái greitt fyrir vinnu eins og aðrir sem selji þjónustu. Lesendur hafi tekið áskriftarsölunni vel. Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann. Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann.
Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira