„Ég bara snappaði í hálfleik“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 30. júlí 2024 22:41 Fylkisstelpurnar hans Gunnars Magnúsar Jónssonar eru í harðri fallbaráttu. vísir/hag Fylkir mætti Stjörnunni í kvöld þegar fimmtánda umferð Bestu deild kvenna hóf göngu sína. Fylkir vonaðist til að lyfta sér upp úr fallsæti með sigri í kvöld en það voru gestirnir úr Garðabæ sem tóku öll stigin. „Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“ Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
„Gríðarlegt svekkelsi og gríðarleg vonbrigði að fá bara ekki betri frammistöðu hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld. „Við vorum einfaldlega ekki með hérna í fyrri hálfleik. Þetta var skelfilegur fyrri hálfleikur hjá okkur. Smá meira lífsmark með okkur í seinni hálfleik en náðum ekkert að skapa okkur eitthvað almennilegt færi.“ Fylkisliðið átti ekki góðan fyrri hálfleik eins og Gunnar Magnús kom inn á og lét hann sitt lið alveg vita af því í hálfleik. „Ég bara snappaði í hálfleik og fór bara fram á að stelpurnar gerðu sér grein fyrir því í hvaða stöðu þær eru. Við erum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og það var svo sannarlega ekki að sjá hérna í fyrri hálfleik. Það var þó aðeins meira og þær voru að leggja sig meira fram og meiri dugnaður og vinnusemi í seinni hálfleik en því miður þá skilaði það ekki neinu í dag,“ sagði Gunnar Magnús. „Þessar einföldu sendingar voru að klikka. Hlaup án bolta voru mjög staðar og lítil hreyfing. Stjarnan er þannig lið að þegar þær voru búnar að skora þá eru þær þéttar tilbaka og gerðu það vel. Við náðum ekkert að hreyfa við þeim almennilega eins og við hefðum átt að geta gert.“ Þrátt fyrir fína pressu undir lok leiks fannst Gunnari Magnúsi jöfnunarmarkið ekkert endilega liggja í loftinu. „Nei, því miður. Við vorum ekkert að skapa okkur. Við vorum að reyna og settum Kaylu [Bruster] hérna fram í lokin til þess að reyna fá boltann inn í boxið og búa til smá pressu þar því það var ekkert að ganga að reyna spila okkur í gegn. Við náðum ekkert að koma nógu mörgum boltum þarna inn þannig það voru svona ákveðin vonbrigði að koma boltanum ekki inn í boxið og búa til smá kraðak þar og smá læti, reyna svona að troða honum í netið.“
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira