Ofbeldi verði að lokum eina svarið gegn „cancel culture og vók hyski“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 06:22 Ingó Veðurguð hefur verið sakaður um að vilja þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, á Facebook í gærkvöldi. Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni sem hefur blossað upp á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar Skógarbaðanna að efna til tónleika með Ingólfi um verslunarmannahelgina. Ákvörðunin hefur meðal annars verið rædd í Baráttuhóp gegn ofbeldismenningu á Facebook, sem telur 16.300 meðlimi. Í Facebook-færslu sinni deilir Ingólfur skjáskotum af Facebook-síðu Skógarbaðanna, þar sem margir segjast munu sniðganga Skógarböðin sökum tónleikanna. „Eruð þið með fasta tímasetningu þar sem hann verður ekki á svæðinu?“ spyr einn. Ingólfur segir nú þrjú ár frá því að „einhver bylgja fór af stað um að ég væri einhver versti níðingur“. Bylgjan hafi byggt á nafnlausum sögum þriðja aðila og fjölmiðlar ákveðið að birta. Aðgerðahópurinn Öfgar birti á sínum tíma nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmanns sem var ekki bókstaflega nafngreindur. Ingólfur sendi hópnum kröfugerð í kjölfarið. „Þetta hefur tekið á bæði mig og alla mína fjölskyldu og vini en ég ákvað í upphafi að halda mínu striki þar sem timinn myndi leiða í ljós að ég var aldrei í þessum hræðilegu hlutum og þetta væri dæmi um nafnlaust bull sem varð að snjóflóði. Ég tel það hafa komið ágætlega í ljós þó erfitt sé að sanna sakleysi sitt,“ segir Ingólfur. Aðeins ein kona hafi nafngreint hann í tengslum við ofbeldisbrot en í ljós hafi komið að hún hafi „logið í hvert sinn sem hún opnaði munninn,“ segir Ingólfur. „Mig langar til þess að henda því út í kosmósið að samfélagið okkar reyni að hugsa það til enda þegar mannorðsmorð á internetinu eru daglegt brauð. Ég á ungan strák sem á ekki að þurfa að lesa svona viðbjóð frá andlega veiku fólki. Ef þeir sem völdin hafa fara ekki að átta sig á skaðanum sem allt cancel culture og vók hyskið er að valda í kringum sig verður að lokum ofbeldi eina svarið. Ég varð að koma þessu frá mér því einhverntimann hlýtur nóg að verða nóg,“ segir tónlistarmaðurinn að lokum. Færsla Ingólfs hefur þegar vakið reiði á samfélagsmiðlum, þar sem hann er meðal annars sakaður um að freista þess að þagga niður í þolendum með hótunum um ofbeldi. „Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
„Vók“ er íslenskuð stafsetning á enska orðinu „woke“ sem svartir í Bandaríkjunum nota yfir vitund um félagslegt misrétti, sérstaklega kynþáttamismunun og kerfislæga kynþáttahyggju. Hugtakið hefur síðar víkkað út og náð yfir meðvitund um alls kyns félagsleg málefni önnur eins og kynjajafnrétti, réttindi hinsegin fólks og fleira. Í meðförum annarra hefur „woke“ orðið að háðs- eða níðyrði sem tók að einhverju leyti við af hugtakinu „pólitísk rétthugsun“.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tónlist Akureyri Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“