Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 06:46 Haniyeh þótti hófsamari en aðrir leiðtogar Hamas og var lykilmaður í viðræðum um vopnahlé á Gasa. AP/Vahid Salemi Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. Íranskir ríkismiðlar, sem endurspegla afstöðu stjórnvalda, segja Ísraelsmenn ábyrga og að aftakan muni fresta vopnahléi á Gasa um marga mánuði. Þá sé einsýnt að það kalli á hefndaraðgerðir frá hinum ýmsu hópum, sem njóta stuðnings Íran. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en vitað er að stjórnvöld þar í landi hafa staðið fyrir banatilræðum í Íran, aðallega í tengslum við kjarnorkuáætlun landsins. Drápið á Haniyeh hefur þegar verið gagnrýnt af háttsettum embættismanni Palestínsku heimastjórnarinnar, Hussein al-Sheikh, sem hefur þó verið gagnrýninn á Hamas. Sakaði hann banamenn Haniyeh um heigulshátt. Add to this that the timing, the inauguration of a new president, dares Iran to retaliate which forces decision and course of action that Tehran likely didn’t anticipate or want https://t.co/5qWULS9Tle— Vali Nasr (@vali_nasr) July 31, 2024 Öryggisráð Íran hefur fundað vegna málsins en það þykir meðal annars vekja spurningar um öryggi æðstu ráðamanna landsins. Leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khameini, fundaði með Haniyeh á þriðjudag og fleiri ráðamenn hittu hann aðeins klukkustundum áður en hann var myrtur. Fregnirnar koma á hæla árásar Ísrael á úthverfi Beirút, þar sem Fuad Shukr, háttsettur leiðtogi Hezbollah hafðist við. Talsmenn Hezbollah hafa staðfest að hann hafi verið á svæðinu þegar árásin var gerð en ekki að hann hafi fallið. Leitað sé í rústunum. Yfirvöld í Líbanon hafa lýst furðu vegna árásarinnar en þau höfðu greint frá því í gær að hafa verið fullvisuuð um að Ísrael myndi ekki svara árás síðustu helgar, þar sem tólf börn létust á Gólan-hæðum, með árás á höfuðborgina. Stóðu vonir til þess að Ísraelsmenn myndu svara með hófsömum hætti og Hezbollah, sem hefur neitað að hafa staðið fyrir árásinni á Ísrael, sömuleiðis. Fyrirheit um að menn haldi aftur af sér þykja nú orðin tóm. Íran Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Íranskir ríkismiðlar, sem endurspegla afstöðu stjórnvalda, segja Ísraelsmenn ábyrga og að aftakan muni fresta vopnahléi á Gasa um marga mánuði. Þá sé einsýnt að það kalli á hefndaraðgerðir frá hinum ýmsu hópum, sem njóta stuðnings Íran. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en vitað er að stjórnvöld þar í landi hafa staðið fyrir banatilræðum í Íran, aðallega í tengslum við kjarnorkuáætlun landsins. Drápið á Haniyeh hefur þegar verið gagnrýnt af háttsettum embættismanni Palestínsku heimastjórnarinnar, Hussein al-Sheikh, sem hefur þó verið gagnrýninn á Hamas. Sakaði hann banamenn Haniyeh um heigulshátt. Add to this that the timing, the inauguration of a new president, dares Iran to retaliate which forces decision and course of action that Tehran likely didn’t anticipate or want https://t.co/5qWULS9Tle— Vali Nasr (@vali_nasr) July 31, 2024 Öryggisráð Íran hefur fundað vegna málsins en það þykir meðal annars vekja spurningar um öryggi æðstu ráðamanna landsins. Leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khameini, fundaði með Haniyeh á þriðjudag og fleiri ráðamenn hittu hann aðeins klukkustundum áður en hann var myrtur. Fregnirnar koma á hæla árásar Ísrael á úthverfi Beirút, þar sem Fuad Shukr, háttsettur leiðtogi Hezbollah hafðist við. Talsmenn Hezbollah hafa staðfest að hann hafi verið á svæðinu þegar árásin var gerð en ekki að hann hafi fallið. Leitað sé í rústunum. Yfirvöld í Líbanon hafa lýst furðu vegna árásarinnar en þau höfðu greint frá því í gær að hafa verið fullvisuuð um að Ísrael myndi ekki svara árás síðustu helgar, þar sem tólf börn létust á Gólan-hæðum, með árás á höfuðborgina. Stóðu vonir til þess að Ísraelsmenn myndu svara með hófsömum hætti og Hezbollah, sem hefur neitað að hafa staðið fyrir árásinni á Ísrael, sömuleiðis. Fyrirheit um að menn haldi aftur af sér þykja nú orðin tóm.
Íran Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira