Drápið á Heniyeh vekur hörð viðbrögð og ótta um stigmögnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 10:21 Drápinu á Haniyeh mótmælt fyrir utan Háskóla Tehran. AP/Vahid Salemi Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, segir það skyldu stjórnvalda í Tehran að hefna drápsins á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas. Ísrael hafi lagt grundvöll að „harkalegum refsiaðgerðum“ með því að drepa Haniyeh. Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Drápið á Haniyeh, sem féll í árás í Tehran, hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar en leiðtogar í Evrópu hafa ekki tjáð sig enn sem komið er. Miðlum ber ekki saman um það nákvæmlega hvar Haniyeh var þegar hann lést. Hann dvelur öllu jöfnu í Katar en var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian. Flestir ætla að Ísrael beri ábyrgð á aftökunni en þarlend stjórnvöld hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þjóðaröryggisráð Íran var kallað saman eftir að fregnirnar bárust og Pezeshkian sagði að Íran myndi grípa til aðgerða til að verja land sitt, virðingu, heiður og stolt og sjá til þess að hinir seku myndu iðrast. Íranski byltingavörðurinn sagði í yfirlýsingu að drápinu á Haniyeh, sem var gætt af írönskum lífvörðum, yrði mætt með „harkalegum og sársaukafullum“ aðgerðum. Talsmenn Hamas hafa einnig hótað hefndum. Ísraelsmenn hafa ekki tjáð sig um drápið á Haniyeh en í morgun sagði varnarmálaráðherrann Yoav Gallant um árás Ísraelsmanna á Beirút í gær að Ísrael leitaðist ekki eftir stigmögnun átaka. Menn væru hins vegar reiðubúnir til að mæta hverju sem er.epa/Michael Reynolds Drápið á Haniyeh hefur verið fordæmt af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og stjórnvöldum í Katar, Tyrklandi og Jórdaníu. Forsætisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al Thani, segir drápið stofna viðræðum um vopnahlé á Gasa í hættu. Rússar hafa einnig tjáð sig um fregnirnar en Andrei Nastasin, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins, sagði aðila standa að vaxandi stigmögnun og að Mið-Austurlönd væru á barmi allsherjarstríðsátaka. Guardian hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá Evrópusambandinu að jafnvel þótt Ísraelar hafi ekki axlað ábyrgð á drápinu sé það álitið til marks um það hversu staðráðin stjórnvöld í Ísrael séu í að ganga endanlega frá Hamas og gera samtökin óstjórntæk til framtíðar. Aðrir hafa hins vegar bent á að leiðtogar Hamas hafi áður verið drepnir án þess að það hafi haft stórvægileg áhrif á starfsemi samtakanna. Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður utanríkisþjónustunnar, ræddi um stöðuna sem upp er komin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira