Frumsýning á Vísi: Sagði Audda að fangelsisvistin hefði verið þrælskemmtileg Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2024 12:00 Herbert Guðmunds er meðal þeirra sem opna sig upp á gátt fyrir Audda. Þriðja þáttaröðin af Tónlistarmönnunum okkar fer í loftið á Stöð 2 í ágúst. Auðunn Blöndal umsjónarmaður þáttanna segist virkilega spenntur að sýna þjóðinni þættina en undirbúningur og tökur hafa staðið yfir síðasta árið og er fyrsta stiklan úr þáttaröðinni nú komin í loftið. „Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði. Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með þessa seríu, þetta er virkilega fjölbreyttur hópur, þau eru öll mjög ólík,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Viðmælendur Auðuns í þetta skiptið eru Páll Óskar, Bríet, Björn Jörundur, Lóa Hjálmtýs, Svala Björgvins og Herbert Guðmundsson. Fyrstu stikluna úr þáttaröðinni má sjá hér að neðan. Klippa: Tónlistarmennirnir okkar - Þriðja sería Traustið gerir þetta þægilegra og skemmtilegra „Tökur hófust í ágúst í fyrra, þannig ferlið hefur staðið yfir í ár. Það er svo mikill munur að gera þetta svona, fá virkilega að vera með viðmælendunum í stað þess til dæmis að hitta þau þrisvar eða fjórum sinnum á tíu dögum. Þarna myndast ákveðið traust og þetta verður einhvern veginn þægilegra og skemmtilegra.“ Í stiklunni fyrir seríuna sjást tónlistarmennirnir slá á létta strengi með Audda. Bríet ræðir tilurð eins síns vinsælasta lags og Herbert Guðmundsson nefnir að honum hafi þótt þrælgaman að vera í fangelsi svo fátt eitt sé nefnt. Auðunn nefnir að eitt það besta við þessa seríu, líkt og systurseríuna Atvinnumennirnir okkar þar sem hann fylgdi eftir fjölbreyttum hópi íþróttafólks, sé að kynna þjóðina fyrir fólki sem hefur ekki endilega verið mikið í sviðsljósinu þrátt fyrir að hafa skarað framúr á sínu sviði. „Ég get ímyndað mér að það séu fullt af fólki á Íslandi sem átti sig engan veginn á því hvað til dæmis Lóa Hjálmtýs er mikill snillingur og hversu fyndin hún er af því hún hefur ekki endilega verið það mikið í fjölmiðlum,“ segir Auðunn um listakonuna og forsprakka rafhljómsveitarinnar FM Belfast. Hefði aldrei búist við að fá verðlaun fyrir menningarþátt Auðunn rifjar upp að það hafi vakið heilmikla athygli þegar Halldór Helgason snjóbrettakappi opnaði sig fyrir honum í Atvinnumennirnir okkar. „Það var svo frábært að fá að fá að gera heilan þátt um hann og mér hefur alltaf fundist gaman að vera með fjölbreyttan hóp, að vera með ólíka viðmælendur, því þarna er svo auðvitað líka fólk sem hefur verið meira í fjölmiðlum.“ Serían hefur vakið mikla athygli undanfarin ár enda þykir Audda takast vel til að sýna nýjar og ólíkar hliðar á viðmælendum sínum. Árið 2022 fékk þáttaröðin Edduverðlaun og rifjar Auðunn upp að þetta sé eina serían sem hann hafi stýrt sem hafi fengið slík verðlaun. „Hún fékk það sem menningarþáttur ársins. Ef einhver hefði sagt mér það í 70 mínútum að fyrsta Eddan yrði fyrir menningarþátt ársins þá hefði ég nú örugglega hlegið,“ segir Auðunn léttur í bragði.
Bíó og sjónvarp Tónlistarmennirnir okkar Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira