Refasveitarvegur Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 15:00 Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð. Elsta heimild um nafnið Refasveit, sem mér er kunnugt, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem þeir tóku saman fyrir Engihlíðarhrepp haustið 1708. Jarðabókin er hrepps- og jarðalýsing, byggð á eiðsvörnum vitnisburði bænda í sveitinni. Þar stendur skrifað að Vatnahverfi sé fyrsti bærinn í Refasveit, þá Enni og síðan eru bæirnir taldir upp hver af öðrum: bakkabæirnir, Síða, Kúskerpi og Lækjardalsbæirnir, Mýrarbæirnir en við Úfagil í Laxárdal er skrifað að Refasveit taki þar enda. Höfuðbólin í Langadal, hjáleigur þeirra í Laxárdal og aðrir bæir þar, sem tilheyrðu hreppnum, voru ekki í Refasveit. Ekki einu sinni Refsstaðir. Páll Vídalín lögmaður bjó í Víðidalstungu í vestursýslunni og því öllum hnútum kunnugur í húnvetnskum sveitum. Jón Espólín sagði Pál lærðan mann og stórvitran en “haldinn nokkuð grályndur”. Það má ímynda sér að lögmaðurinn hafi strítt góðbændunum í Langadal á því að þeir byggju í Refasveit en þeir svarað fyrir sig með sannleika um hvar hún var og er, enda verkefnið allt í anda upplýsingarstefnunnar sem þarna var að hefjast og stendur enn. Talað var um Efri-byggð og Neðri-byggð í sveitinni og þegar vegur var lagður um hvorn hluta fékk sá um neðribyggðina það nafn frá Vegagerðinni en sá efri var með réttu nefndur Skagastrandarvegur enda lá leiðin þangað. Við innkeyrsluna á norðurenda þess hluta Skagastrandarvegar sem liggur um Efri-byggð, vegur sem ætti að fá nafn eftir því, hefur Vegagerðin nú sett upp skilti sem á stendur „Refasveit“. Frá skiltinu er ágætt útsýni að hól sem heitir Gildran en hóllinn er friðaður samkvæmt úrskurði Minjavarðar Norðurlands vestra enda er þar að finna ferhyrnda grjóthleðslu sem verið hefur refagildra. Þarna voru líka Skógargötur þar sem nýi vegurinn liggur, sagði okkur Garðar bóndi í Kúskerpi. Standi hugur Vegagerðarinnar til þess að halda gömlu nafni til haga, þá er nýi vegurinn um miðja sveitina réttnefndur Refasveitarvegur. Skiltið mætti nota við Blöndubrú áður en ekið er yfir til norðurs enda sá hluti Blönduósbæjar í Refasveit. Höfundur er kennari í Háskólanum á Akureyri en skrifar í Kúskerpi á Refasveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Vegagerð Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð. Elsta heimild um nafnið Refasveit, sem mér er kunnugt, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem þeir tóku saman fyrir Engihlíðarhrepp haustið 1708. Jarðabókin er hrepps- og jarðalýsing, byggð á eiðsvörnum vitnisburði bænda í sveitinni. Þar stendur skrifað að Vatnahverfi sé fyrsti bærinn í Refasveit, þá Enni og síðan eru bæirnir taldir upp hver af öðrum: bakkabæirnir, Síða, Kúskerpi og Lækjardalsbæirnir, Mýrarbæirnir en við Úfagil í Laxárdal er skrifað að Refasveit taki þar enda. Höfuðbólin í Langadal, hjáleigur þeirra í Laxárdal og aðrir bæir þar, sem tilheyrðu hreppnum, voru ekki í Refasveit. Ekki einu sinni Refsstaðir. Páll Vídalín lögmaður bjó í Víðidalstungu í vestursýslunni og því öllum hnútum kunnugur í húnvetnskum sveitum. Jón Espólín sagði Pál lærðan mann og stórvitran en “haldinn nokkuð grályndur”. Það má ímynda sér að lögmaðurinn hafi strítt góðbændunum í Langadal á því að þeir byggju í Refasveit en þeir svarað fyrir sig með sannleika um hvar hún var og er, enda verkefnið allt í anda upplýsingarstefnunnar sem þarna var að hefjast og stendur enn. Talað var um Efri-byggð og Neðri-byggð í sveitinni og þegar vegur var lagður um hvorn hluta fékk sá um neðribyggðina það nafn frá Vegagerðinni en sá efri var með réttu nefndur Skagastrandarvegur enda lá leiðin þangað. Við innkeyrsluna á norðurenda þess hluta Skagastrandarvegar sem liggur um Efri-byggð, vegur sem ætti að fá nafn eftir því, hefur Vegagerðin nú sett upp skilti sem á stendur „Refasveit“. Frá skiltinu er ágætt útsýni að hól sem heitir Gildran en hóllinn er friðaður samkvæmt úrskurði Minjavarðar Norðurlands vestra enda er þar að finna ferhyrnda grjóthleðslu sem verið hefur refagildra. Þarna voru líka Skógargötur þar sem nýi vegurinn liggur, sagði okkur Garðar bóndi í Kúskerpi. Standi hugur Vegagerðarinnar til þess að halda gömlu nafni til haga, þá er nýi vegurinn um miðja sveitina réttnefndur Refasveitarvegur. Skiltið mætti nota við Blöndubrú áður en ekið er yfir til norðurs enda sá hluti Blönduósbæjar í Refasveit. Höfundur er kennari í Háskólanum á Akureyri en skrifar í Kúskerpi á Refasveit.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun