Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Jóhanna Guðrún stígur á svið í Eyjum í kvöld ásamt Fjallabræðrum og frumflytur Þjóðhátíðarlagið í ár. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. „Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01