Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 22:07 Hin ítalska Carini hætti keppni eftir tvö högg frá Khelif í dag. getty Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira