FIFA vill nú fara sáttaleiðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 13:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, var mættur á setningarhátíð Ólympíuleikanna í París. Getty/Pascal Le Segretain Alþjóða knattspyrnusambandið virðist loksins vera að sjá ljósið og því sér mögulega fyrir endanum á þeirri pattstöðu sem er komin upp á milli FIFA og leikmannasamtakanna. Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024 FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Leikmannasamtökin hótuðu FIFA málsókn vegna of mikils leikjaálags á bestu leikmenn heims en leikjunum virðist alltaf vera að fjölga á dagatalinu. Allt fór í bál og brand eftir að FIFA skipulagði nýja heimsmeistarakeppni félagsliða sem verður jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. The Associated Press hefur nú komist yfir bréf frá FIFA til World Leagues Association, heimssamtaka fótboltadeilda og FIFPRO, samtaka atvinnufótboltamanna, þar sem kemur fram vilji er til að finna lausn. ESPN segir frá. Þar kemur fram að FIFA sé nú opið fyrir því að fara sáttaleiðina og hefja viðræður við samtökin um framtíðarfyrirkomulag á þéttsetnu fótboltadagatali. HM landsliða verður 48 þjóða keppni sumarið 2026, var áður 32 þjóða keppni og heimsmeistarakeppni félagsliða verður nú 32 liða keppni á fjögurra ára fresti. FIFA hefur öll völd þegar kemur að skipulagningu fótboltadagatalsins og það mat margra að sambandið sé löngu hætt að hugsa um leikmennina sjálfa heldur aðeins um eigin gróða. Samtök deilda og atvinnufótboltamann vilja fá að hafa meiri áhrif á skipulag dagatalsins með það að markmiði að létta á álaginu á leikmenn. Þessir fundir um framtíðina gætu verið fyrsta skrefið í þá átt en svo á eftir að koma í ljós hvort FIFA sé alvara með því að gefa eitthvað eftir í þessu máli. Það verða allit að fá eitthvað til að sættir verði og það þýðir að FIFA þarf að gefa eitthvað eftir. FIFA offers talks in legal claims over calendar congestion - ESPN https://t.co/DWjxCHgPh8— AHH (@AHH0880) August 2, 2024
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira