Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 11:51 Ri segir stjórnvöld í Norður-Kóreu vongóð um að hægt sé að semja um kjarnorkuáætlun landsins við Trump. Getty/Dong-A Ilbo Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“ Norður-Kórea Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“
Norður-Kórea Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira