Sjálfstæðisflokkurinn í „meiriháttar vandræðum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. ágúst 2024 12:05 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðuna alvarlega í Valhöll. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni. Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira