Sjálfstæðisflokkurinn í „meiriháttar vandræðum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. ágúst 2024 12:05 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðuna alvarlega í Valhöll. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni. Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira