Fótbolti

Ísak Andri bjargaði Arnóri Ingva: Sjáðu sigur­markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson var hetja síns liðs í dag.
Ísak Andri Sigurgeirsson var hetja síns liðs í dag. @ifknorrkoping

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði sigurmark Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Norrköping vann þá 1-0 útisigur á GAIS sem var sjö sætum ofar í töflunni fyrir leikinn.

Þetta er þriðji sigur Norrköping i röð í deildinni eftir að hafa ekki unnið leik frá lok apríl fram í miðjan júlí.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri voru báðir í byrjunarliði Norrköping í leiknum.

Arnór Ingvi fékk kjörið tækifæri til að koma liði sínu yfir en lét verja frá sér vítaspyrnu á 19. mínútu leiksins. Arnór fékk annað tækifærið þegar hann náði frákastinu en hitti ekki markið úr þröngri stöðu.

Ísak Andri skoraði markið sitt á 53. mínútu en hann var þá fljótur að átta sig þegar boltinn fór af varnarmanni og datt niður í markteiginn. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Þetta var þriðja deildarmark Ísaks Andra á leiktíðinni en hin mörkin komu bæði í tapleikjum, það fyrra á móti Malmö í mars en það seinna á móti Djurgården í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×