„Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2024 19:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún. Fangelsismál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún.
Fangelsismál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent