Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 21:39 Forsvarsmenn Google gætu verið þvingaðir til að gera miklar breytingar á Android-stýrikerfinu. AP/Peter Morgan Google braut margvísleg samkeppnislög sem girða fyrir einokun á markaði og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta er niðurstaða dómara í Washington í máli sem samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum höfðuðu gegn Google. Málið er umfangsmesta samkeppnismál sem komið hefur inn á borð dómstóla í áratugi, eða síðan mál var höfðað gegn Microsoft í lok tíunda áratugarins. Málið hefur velkst um innan dómskerfisins frá árinu 2020 en í kjölfarið voru mál höfðuð gegn sambærilegum tæknirisum á borð við Meta, Amazon og Apple. Í niðurstöðukafla dómsins kemst dómari að þeirri niðurstöðu að hegðun Google á markaði líkist einokun. Fyrirtækið hafi beitt öllum brögðum til þess að hindra heilbrigða samkeppni og notfært sér markaðsráðandi stöðu ítrekað gegn minni aðilum á markaði, leitarvélum á borð við Bing. Mörgum milljörðum dala hafi verið eytt í samninga við Apple og Samsung í því skyni að Google væri aðal-leitarvélin í tækjum þessara tæknifyrirtækja. Að sögn saksóknara hafi Google um 90 prósent markaðshlutdeild á þessum markaði. Í tilkynningu frá Kent Walker talsmanni Google, eftir að dómur féll, segir hann að dómnum verði áfrýjað. Dómari hafi komist að þeirri niðurstöðu að Google væri öflugasta leitarvélin, en að fyrirtækið „megi ekki gera hana aðgengilega“. Í dómnum er ekki tekið fram hversu mikið Google verði gert að greiða vegna brotanna, og því enn óvíst hvaða afleiðingar brotin hafi á framtíð fyrirtækisins og markaðsráðandi stöðu. Bandaríkin Samkeppnismál Tækni Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Málið er umfangsmesta samkeppnismál sem komið hefur inn á borð dómstóla í áratugi, eða síðan mál var höfðað gegn Microsoft í lok tíunda áratugarins. Málið hefur velkst um innan dómskerfisins frá árinu 2020 en í kjölfarið voru mál höfðuð gegn sambærilegum tæknirisum á borð við Meta, Amazon og Apple. Í niðurstöðukafla dómsins kemst dómari að þeirri niðurstöðu að hegðun Google á markaði líkist einokun. Fyrirtækið hafi beitt öllum brögðum til þess að hindra heilbrigða samkeppni og notfært sér markaðsráðandi stöðu ítrekað gegn minni aðilum á markaði, leitarvélum á borð við Bing. Mörgum milljörðum dala hafi verið eytt í samninga við Apple og Samsung í því skyni að Google væri aðal-leitarvélin í tækjum þessara tæknifyrirtækja. Að sögn saksóknara hafi Google um 90 prósent markaðshlutdeild á þessum markaði. Í tilkynningu frá Kent Walker talsmanni Google, eftir að dómur féll, segir hann að dómnum verði áfrýjað. Dómari hafi komist að þeirri niðurstöðu að Google væri öflugasta leitarvélin, en að fyrirtækið „megi ekki gera hana aðgengilega“. Í dómnum er ekki tekið fram hversu mikið Google verði gert að greiða vegna brotanna, og því enn óvíst hvaða afleiðingar brotin hafi á framtíð fyrirtækisins og markaðsráðandi stöðu.
Bandaríkin Samkeppnismál Tækni Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent