Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. ágúst 2024 10:00 Lin Yu-ting og Imane Khelif voru til umræðu en önnur mál voru tekin fyrir óumbeðið. getty / fotojet Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. Tilgangur fundarins var að ræða hvort Imane Khelif og Lin Yu-ting ættu afturgengt í keppnir á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) en þær eru báðar bannaðar eftir að hafa fallið á kynjaprófi. IBA stendur fyrir, en greinir ekki frá framkvæmd prófsins og óvíst er hvaða skilyrði það eru sem þær uppfylla ekki. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta og Ólympíusambandið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðunina að útiloka Imane Khelif og Lin Yu-ting frá keppni. Fundinum í gær er lýst sem þeim allra furðulegasta í skýrslu Sky Sports. Hann hófst klukkutíma of seint og endalausir tæknilegir örðugleikar gerðu erfitt fyrir. Skipulag var lítið, sífellt gripið fram í og spurningar öskraðar yfir salinn. 🎥 IBA president Umar Kremlev:“We did not verify what they had between their legs .. we don’t know whether they were born like that or changed something.” IBA 🤡🤡 pic.twitter.com/uLPbBnGLiW— Algeria FC (@Algeria_FC) August 5, 2024 Fjöldi blaðamanna yfirgaf fundinn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á Umar Kremlev, umdeildan forseta IBA, taka til máls. Hann flutti þrumuræðu um forseta Ólympíusambandsins, Thomas Bach, um opnunarhátíðina og vanvirðingu skipuleggjenda gagnvart kristinni trú. Hann kallaði sjálfan sig verndara kvenna og sagðist aðeins hugsa um heilindi íþróttarinnar. Eins og áður segir var fundarefnið málefni kvennanna tveggja og í fundarboði stóð að það ætti að útskýra hvers vegna þær mættu ekki taka þátt. Engin almennileg útskýring var gefin fyrir því. IBA sagðist hafa framkvæmt blóðrannsóknir, en aftur var ekki skilgreint hvernig sú rannsókn var framkvæmd eða hvaða skilyrði þær uppfylltu ekki. Fundinum lauk þegar vinkona Imane Khelif og kollegi hennar, Roumaysa Boualam, braust inn og truflaði fundinn með ræðu um Khelif. Þar sagðist hún hafa þekkt Khelif síðan hún var lítil stelpa, hún hafi fæðst sem stelpa og alist þannig upp, hún hefði fullan rétt á því að taka þátt. Samantekt Sky Sports af fundinum og atvikið þegar Roumaysa réðst inn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wV7dRKDRnzo">watch on YouTube</a> Box Jafnréttismál Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira
Tilgangur fundarins var að ræða hvort Imane Khelif og Lin Yu-ting ættu afturgengt í keppnir á vegum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) en þær eru báðar bannaðar eftir að hafa fallið á kynjaprófi. IBA stendur fyrir, en greinir ekki frá framkvæmd prófsins og óvíst er hvaða skilyrði það eru sem þær uppfylla ekki. IBA var ekki heimilað að koma að skipulagningu hnefaleikakeppninnar á Ólympíuleikunum sökum slæmra stjórnarhátta og Ólympíusambandið hefur harðlega gagnrýnt ákvörðunina að útiloka Imane Khelif og Lin Yu-ting frá keppni. Fundinum í gær er lýst sem þeim allra furðulegasta í skýrslu Sky Sports. Hann hófst klukkutíma of seint og endalausir tæknilegir örðugleikar gerðu erfitt fyrir. Skipulag var lítið, sífellt gripið fram í og spurningar öskraðar yfir salinn. 🎥 IBA president Umar Kremlev:“We did not verify what they had between their legs .. we don’t know whether they were born like that or changed something.” IBA 🤡🤡 pic.twitter.com/uLPbBnGLiW— Algeria FC (@Algeria_FC) August 5, 2024 Fjöldi blaðamanna yfirgaf fundinn með óbragð í munninum eftir að hafa hlustað á Umar Kremlev, umdeildan forseta IBA, taka til máls. Hann flutti þrumuræðu um forseta Ólympíusambandsins, Thomas Bach, um opnunarhátíðina og vanvirðingu skipuleggjenda gagnvart kristinni trú. Hann kallaði sjálfan sig verndara kvenna og sagðist aðeins hugsa um heilindi íþróttarinnar. Eins og áður segir var fundarefnið málefni kvennanna tveggja og í fundarboði stóð að það ætti að útskýra hvers vegna þær mættu ekki taka þátt. Engin almennileg útskýring var gefin fyrir því. IBA sagðist hafa framkvæmt blóðrannsóknir, en aftur var ekki skilgreint hvernig sú rannsókn var framkvæmd eða hvaða skilyrði þær uppfylltu ekki. Fundinum lauk þegar vinkona Imane Khelif og kollegi hennar, Roumaysa Boualam, braust inn og truflaði fundinn með ræðu um Khelif. Þar sagðist hún hafa þekkt Khelif síðan hún var lítil stelpa, hún hafi fæðst sem stelpa og alist þannig upp, hún hefði fullan rétt á því að taka þátt. Samantekt Sky Sports af fundinum og atvikið þegar Roumaysa réðst inn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wV7dRKDRnzo">watch on YouTube</a>
Box Jafnréttismál Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Sjá meira