Maður grunaður um tilefnislausa stunguárás í varðhaldi síðan í janúar Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2024 17:26 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur á hendur karlmanni á fimmtugsaldri sem er grunaður um tilraun til manndráps í janúar á þessu ári. Hann hefur verið ákærður fyrir að stinga annan mann af tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. janúar, strax í kjölfar atviksins sem málið varðar. Hann hefur því sætt varðhaldi í rúma sex mánuði, sem munu verða orðnir sjö talsins þegar núgildandi úrskurður rennur úr gildi þann 27. ágúst næstkomandi. Aðalmeðferð í máli mannsins mun fara fram í byrjun september mánaðar. Atlaga sem hefði getað verið lífshættuleg Að mati dómskvaddra matsmanna er maðurinn talinn sakhæfur, en hann neitar sök í málinu. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Var að hlaupa undan þegar hann áttaði sig á stungunni Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinkona hans segjast hafa verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Blóðugur hnífur á heimili árásarmannsins Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. janúar, strax í kjölfar atviksins sem málið varðar. Hann hefur því sætt varðhaldi í rúma sex mánuði, sem munu verða orðnir sjö talsins þegar núgildandi úrskurður rennur úr gildi þann 27. ágúst næstkomandi. Aðalmeðferð í máli mannsins mun fara fram í byrjun september mánaðar. Atlaga sem hefði getað verið lífshættuleg Að mati dómskvaddra matsmanna er maðurinn talinn sakhæfur, en hann neitar sök í málinu. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Var að hlaupa undan þegar hann áttaði sig á stungunni Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinkona hans segjast hafa verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Blóðugur hnífur á heimili árásarmannsins Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira