„Ætla ekki að koma með einhverjar blammeringar hérna“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. ágúst 2024 21:40 Rúnar Páll hefur svo sannarlega ekki misst trú á verkefninu í Árbænum. Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var einlægur að vanda og fór um víðan völl þegar hann ræddi leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Þar á meðal vítasyrnudóminn í fyrsta marki Blika, mögulega styrkingu í framlínu Fylkisliðsins og umræðu um vandræði við að borga laun lærisveina hans. „Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
„Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn