Íslenski boltinn

Vestri fær danskan mark­vörð vegna meiðsla Sveins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vestra að undanförnu.
Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Vestra að undanförnu. vísir/hag

Botnlið Bestu deildar karla, Vestri, hefur fengið danskan markvörð til að fylla skarð Sveins Sigurðar Jóhannessonar sem sleit hásin í fyrradag.

Sveinn gekk í raðir Vestra til að vera aðalmarkverðinum William Eskelinen til halds og trausts eftir að Marvin Darri Steinarsson fór til ÍA.

Sveinn varð hins vegar fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu á æfingu í fyrradag, áður en hann náði að spila leik fyrir Vestra.

Í stað Sveins hefur Vestri fengið Benjamin Schubert, 27 ára danskan markvörð. Hann var síðast á mála hjá Black Leopards í Suður-Afríku. Schubert hefur einnig leikið í heimalandinu og Færeyjum.

Í var greint frá því að Vestri hefði selt einn besta leikmann sinn á tímabilinu, Tarik Ibrahimagic, til Íslands- og bikarmeistara Víkings.

Vestri tekur á móti ÍA í næstsíðasta leik 17. umferðar Bestu deildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×