Sex vilja stýra Jafnréttisstofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 11:59 Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Jafnréttisstofu frá árinu 2017. Arftaka hennar er leitað. Daníel Starrason Sex umsækjendur eru um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem forsætisráðherra auglýsti um miðjan júní. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst en stofan er staðsett á Akureyri. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu eru í stafrófsröð: Arnrún Halla Arnórsdóttir, aðjúnkt Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur Elinóra Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur Marcin Zembrowski, viðskiptafræðingur Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gengt embættinu frá árinu 2017 en hún var nýlega ráðin sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku - stéttarfélagi. Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri annast daglega stjórn stofnunarinnar og ræður starfsfólk hennar. Meðal verkefna Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði jafnréttismála, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafnréttismála, koma á framfæri ábendingum og tillögum til að ná fram auknu jafnrétti og fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum. Einnig að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld og samtök. Þá sinnir stofnunin eftirfylgni með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Jafnréttisstofa er staðsett á Akureyri. Sérstök hæfnisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda: Háskólapróf sem nýtist í starfi Gerð er krafa um reynslu af stjórnun og mannauðsmálum Gott vald á íslensku og færni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti Góð kunnátta í ensku og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur Leiðtogahæfileikar Samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum Þekking og reynsla á sviði jafnréttismála Framsýni, metnaður og vilji til að ná árangri Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni Þekking og reynsla af stefnumótun, stjórnun og rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar. Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu eru í stafrófsröð: Arnrún Halla Arnórsdóttir, aðjúnkt Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur Elinóra Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur Marcin Zembrowski, viðskiptafræðingur Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gengt embættinu frá árinu 2017 en hún var nýlega ráðin sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku - stéttarfélagi. Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri annast daglega stjórn stofnunarinnar og ræður starfsfólk hennar. Meðal verkefna Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði jafnréttismála, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafnréttismála, koma á framfæri ábendingum og tillögum til að ná fram auknu jafnrétti og fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum. Einnig að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld og samtök. Þá sinnir stofnunin eftirfylgni með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Jafnréttisstofa er staðsett á Akureyri. Sérstök hæfnisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda: Háskólapróf sem nýtist í starfi Gerð er krafa um reynslu af stjórnun og mannauðsmálum Gott vald á íslensku og færni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti Góð kunnátta í ensku og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur Leiðtogahæfileikar Samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum Þekking og reynsla á sviði jafnréttismála Framsýni, metnaður og vilji til að ná árangri Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni Þekking og reynsla af stefnumótun, stjórnun og rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar.
Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira