Fregnir af áhlaupi Úkraínumanna í Rússlandi enn óljósar Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 11:37 Rússneskur hermaður hleypir af sprengjuvörpu í átt að úkraínskum hermönnum í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Bardagar halda áfram í Kúrskhéraði í Rússlandi eftir að úkraínskar hersveitir réðust þangað inn í vikunni. Vladímír Pútín Rússlandsforseti, sem tók ákvörðunina um að ráðast inn í Úkraínu, lýsti hernaðaraðgerðinni sem „meiriháttar ögrun“. Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Fréttir af aðgerðum Úkraínumanna í Kúrsk hafa verið óljósar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um umfang eða markmið aðgerðanna í kringum bæinn Sudzha, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk vegna skæranna. Þúsundir íbúa voru fluttir burt frá landamærunum og læknar frá öðrum borgum fengnir þangað, að sögn Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóra í Kúrsk. Rússnesk yfirvöld halda því fram að í það minnsta fimm óbreyttir borgarar hafi fallið og 31 særst, þar á meðal sex börn, frá því að innrásin hófst. Samkvæmt þeim telur innrásarliðið allt að þúsund hermenn, ellefu skriðdreka og fleiri en tuttugu brynvarin farartæki. AP-fréttastofan segir ómögulegt að staðfesta fullyrðingar Rússa. Upplýsingafals og áróður hafi einkennt stríðið til þessa. Segjast hafa náð valdi á gasflutningi til Evrópu Afar fátítt er að Úkraínumenn hætti sér yfir landamærin inn í Rússland frá því að innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Séu fullyrðingar um aðgerðirnar núna réttar væri þetta umfangsmesta áhlaup þeirra þar til þessa. Rússneskir hópar sem eru andsnúnir stjórnvöldum í Kreml hafa áður staðið fyrir árásum í Belgorod- og Brjansk-héruðum. Eina staðfesting Úkraínumanna á því að innrás sé í gangi var Facebook-færsla Oleksiy Honcharenko, úkraínsks þingmanns, sem sagði að herinn hefði náð valdi á mikilvægum innviðum sem tengjast flutningi á jarðgasi frá Rússlandi til Evrópu í gegnum Úkraínu sem hefur haldið áfram þrátt fyrir stríðið. Pútín forseti hélt því fram í gær að Úkraínumenn skytu handahófskennt á borgaralegar byggingar og íbúðarhús. Valeríj Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, fullyrti að sókn Úkraínumanna hefði verið hrundið. Markmið innrásarliðsins hafi verið að ná Sudzha. Rússneski herinn hefði fellt hundrað Úkraínumenn og særð á þriðja hundrað til viðbótar. AP segir að fyrir Úkraínumönnum gæti vakað að reyna að draga varalið Rússa til Kúrsk og draga þannig mátt úr sókn þeirra í austanverðu Donetsk-héraði. Hættan sé þó að hersveitir Úkraínumanna verði sjálfar of dreifðar um víglínuna sem er meira en þúsund kílómetra löng. Ólíklegt sé að aðgerð Úkraínumanna skili árangri til lengri tíma í ljósi aflsmunar sem Rússar njóta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23. maí 2023 11:31
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent