Brennandi hús Helgi Guðnason skrifar 8. ágúst 2024 13:01 Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun