Hvalveiðar: Vaxandi áskorun fyrir íslenskt vistkerfi 8. ágúst 2024 20:00 Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Svanur Guðmundsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar