Slysið á heimsleikum CrossFit í dag vakti mikla athygli og hafa skipuleggjendur leikanna fengið töluverða gagnrýni í kjölfarið en Dukic drukknaði þegar sundhluti fyrstu greinar leikanna fór fram. Í yfirlýsingu forráðamanna mótsins kom fram að þeir muni aðstoða yfirvöld við rannsókn málsins en keppni á leikunum var frestað í dag og óvíst er hvort hún hefjist á nýjan leik.
Dukic var nafngreindur í færslu á X-síðu heimsleikanna í dag þar sem fram kemur að forráðamenn mótsins muni tjái sig frekar þegar möguleiki er á.
We are devastated by the passing of Lazar Đukić. Our hearts are with Lazar’s entire family, friends, and fellow athletes.
— The CrossFit Games (@CrossFitGames) August 8, 2024
Out of respect for the family and in cooperation with the Fort Worth Police Department, we will share updates when possible. pic.twitter.com/KkjY5zuGRT
Nú hefur verið komið af stað söfnun fyrir fjölskyldu Dukic í gegnum fjáröflunarsíðuna GoFundMe. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 190.000 dollarar safnast og ljóst að CrossFit heimurinn ætlar að gera sitt til að auðvelda fjölskyldu Dukic lífið í kjölfar andláts hans.
„Þekktur fyrir góðmennsku sína, húmor og hjálpsemi fylgdu Lazar ferskir vindar hvert sem hann fór. Fyrir utan afrek hans í íþróttum var Lazar annt um þá sem stóðu næst honum og studdu hann af krafti. Hlýja hans og gleði hafði áhrif á alla sem hann kynntist,“ segir í texta á fjáröflunarsíðunni.
Ljóst er að forráðamenn heimsleikanna munu þurfa að svara fyrir slysið sem varð í dag en gagnrýni í þeirra garð hefur meðal annars snúið að skorti á öryggisgæslu þegar sundhluti áðurnefndrar fyrstu greinar fór fram í dag.