Íslenski boltinn

Kristín Dís snýr aftur á heima­slóðir

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristín Dís gekk til liðs við Breiðablik í dag frá danska liðinu Bröndby.
Kristín Dís gekk til liðs við Breiðablik í dag frá danska liðinu Bröndby. Bröndby / X

Lið Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hefur heldur betur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í boltanum hér heima.

Lið Breiðabliks situr í 2. sæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu en liðið er þremur stigum á eftir toppliði Vals. Þá eru Blikar komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem andstæðingurinn verður einmitt lið Vals en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli um aðra helgi.

Blikum barst heldur betur liðsstyrkur í dag fyrir lokasprett tímabilsins. Kristín Dís Árnadóttir skrifaði undir samning við liðið út tímabilið en hún kemur til Breiðabliks frá liði Bröndby í Danmörku þar sem hún hefur leikið síðustu þrjú árin.

Kristín Dís er uppalin hjá Breiðabliki en áður en hún hélt til Danmerkur lék Kristín Dís 156 leiki fyrir Blika og skoraði í þeim 11 mörk. Hún varð á sínum tíma Íslandsmeistari með Breiðabliki í tvígang og bikarmeistari þrisvar sinnum.

Þá á Kristín Dís 29 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands en hún hefur verið valin í A-landsliðshópinn án þess að koma við sögu í leikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×