Kesho var handtekinn fyrir utan kaffihús í París í gær. Hann var sakaður um að hafa káfað á rassi annars viðskiptavinar á kaffihúsinu.
Egypska ólympíunefndin staðfesti að Kesho hefði verið handtekinn og að mál hans verði rannsakað af siðanefnd. Kesho gæti fengið lífstíðarbann frá keppni ef hann verður fundinn sekur.
Þátttaka Keshos á Ólympíuleikunum var stutt en hann tapaði fyrir Hasrat Jafarov í 1. umferð í 67 kg flokki í grísk-rómverskri glímu.
Kesho gekk öllu betur á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum en þar vann hann brons.