Fótbolti

Voru undir þegar klukkan sló níu­tíu mínútur en unnu samt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Norrköping unnu ótrúlegan endurkomusigur í dag.
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Norrköping unnu ótrúlegan endurkomusigur í dag. getty/Julian Finney

Sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Vito Hammershoy-Mistrati skoraði sigurmark Norrköping gegn Västerås. Lokatölur 2-1, Íslendingaliði Norrköping í vil.

Þetta var fjórði sigur Norrköping í röð en liðið er komið upp í 11. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir mjög rólega byrjun á tímabilinu.

Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Norrköping og Ísak Andri Sigurgeirsson fyrstu 64 mínúturnar.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 51. mínútu kom Henry Offia Västerås yfir. Gestirnir leiddu allt þar til á lokamínútu leiksins þegar Kevin Jansson jafnaði fyrir heimamenn. Á sjöttu mínútu uppbótartímans skoraði Hammershoy-Mistrati svo sigurmark Norrköping. Þeir Jansson komu báðir inn á sem varamenn í leiknum.

Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason voru báðir í byrjunarliði Halmstad sem tapaði fyrir toppliði Malmö, 0-1.

Halmstad er í 12. sæti deildarinnar með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×