Hundurinn í hættu eftir að súkkulaði var sett inn um lúguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2024 10:01 Hundur Jóns Bergs, Berlín, komst í súkkulaði frá tryggingarfélaginu Verði Vísir Eigandi hunds sem veiktist alvarlega, eftir að hafa étið sendingu frá tryggingafélagi sem kom inn um bréfalúguna, bendir á að fólk viti aldrei hver sé hinu megin við dyrnar, hvort sem það er gæludýr eða barn með bráðaofnæmi. Því sé ekki ráðlegt að senda fólki mat í pósti. Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“ Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“
Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira