„Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 08:00 Þórir Hergeirsson með Ólympíugullið. Hann hefur þó fengið þetta lánað frá einum leikmanni sínum því þjálfarar á Ólympíuleikum fá ekki verðlaun. @mariathorisdottir María Þórisdóttir var meðal áhorfanda í París um helgina þegar faðir hennar, Þórir Hergeirsson, gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Ólympíumeisturum. María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
María er mjög stolt af föður sínum sem hefur nú unnið tíu gullverðlaun á stórmótum sem aðalþjálfari norska liðsins. Norsku stelpurnar unnu þarna sitt fyrsta Ólympíugull frá árinu 2012 en í millitíðinni hafði liðið unnið tvo heimsmeistaratitla og fjóra Evrópumeistaratitla undir stjórn Þóris. Nú náðu þær aftur í Ólympíugullið. „Ólympíugullverðlaunahafi. Ég finn ekki orðin til að lýsa því hversu stolt ég er af þér. Leikmennirnir þínir og starfsfólkið þitt hafið náð þessu enn á ný. Þvílíkt afrek,“ skrifaði María. „Ég svo ánægð með að hafa fengið að upplifa þetta. Þvílík lífsreynsla,“ skrifaði María. „Nú færðu loksins tíma til að gera það sem þú hefur mest gaman af sem er að veiða á Íslandi,“ skrifaði María. Hún birti myndir af föður sínum með gullverðlaunin og fjölskyldunni sem var komin til að horfa á Þóri landa gullinu. Þórir gaf ekkert upp um framtíðarplön sín eftir sigurinn á Frökkum í úrslitaleiknum. Hann er með lausan samning en ætlar að taka sér út ágúst til að meta stöðuna. Þórir sagði frá því eftir leikinn að hann væri á leiðinni til Íslands til að veiða í Veiðivötnum. Okkar sigursælasti stóramótaþjálfari mun því anda að sér íslenska fjallaloftinu og njóta kyrrðarinnar á hálendi Íslands til að finna út hvað sé best í stöðunni. Það er stór ákvörðun að halda áfram með norska liðið enda lykilmenn líklega að hætta að spila með landsliðinu auk þess að margir leikmenn liðsins eru komnar yfir þrítugt. Haldi Þórir áfram þá þarf hann að byggja upp nýtt lið eins og hann hefur gert svo oft áður. View this post on Instagram A post shared by 𝑴𝒂𝒓𝒊𝒂 𝑻𝒉𝒐𝒓𝒊𝒔𝒅𝒐𝒕𝒕𝒊𝒓 (@mariathorisdottir)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira