Gummi Hreiðars og John O'Shea verða Heimi til halds og trausts Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 11:13 Heimir Hallgrímsson er kominn með öflugt teymi sem nýr aðalþjálfari írska landsliðsins. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hefur nú staðfest hvaða aðstoðarmenn hann verður með sem aðalþjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta og hann þekkir einn þeirra alveg sérstaklega vel. Heimir hefur nefnilega fengið Guðmund Hreiðarsson til að vera markmannsþjálfari og þannig sameina þeir Heimir krafta sína á ný, rétt eins og hjá jamaíska og íslenska landsliðinu. Heimir setti það sömuleiðis í forgang að fá John O‘Shea, fyrrverandi leikmann Manchester United til margra ára, í þjálfarateymið. O‘Shea stýrði írska liðinu tímabundið, í leikjum í mars og júní, og verður aðstoðarþjálfari. Paddy McCarthy verður einnig aðstoðarþjálfari en mun áfram sinna starfi sínu sem einn af þjálfurum enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Fyrstu leikir Íra undir stjórn þessa teymis verða í Þjóðadeildinni í næsta mánuði, þegar Írland mætir Englandi 7. september og Grikklandi þremur dögum síðar. „Það var algjört forgangsatriði hjá mér þegar ég kom til sambandsins að hafa John í starfsteyminu,“ segir Heimir á heimasíðu írska knattspyrnusambandsins og bætir við: „Ég ferðaðist til Waterford við fyrsta tækifæri til þess að setjast niður mðe honum og ræða um hlutverk hans. Það kom í ljós að hugmyndir okkar og framtíðarsýn ríma mjög vel saman, og það er stórkostlegt að hann hafi samþykkt að verða aðstoðarþjálfari.“ „Paddy hefur líka samþykkt að halda áfram vinnu sinni með liðinu og öll reynslan sem hann býr yfir verður áfram ómetanleg fyrir liðið. Guðmundur hefur verið mikilvægur hlekkur í þjálfarateymi mínu allan minn feril og ég er himinlifandi með það að hann starfi áfram með mér á Írlandi. Vinnan er þegar hafinn og allur fókus er á leikina við England og Grikkland í september,“ segir Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Heimir hefur nefnilega fengið Guðmund Hreiðarsson til að vera markmannsþjálfari og þannig sameina þeir Heimir krafta sína á ný, rétt eins og hjá jamaíska og íslenska landsliðinu. Heimir setti það sömuleiðis í forgang að fá John O‘Shea, fyrrverandi leikmann Manchester United til margra ára, í þjálfarateymið. O‘Shea stýrði írska liðinu tímabundið, í leikjum í mars og júní, og verður aðstoðarþjálfari. Paddy McCarthy verður einnig aðstoðarþjálfari en mun áfram sinna starfi sínu sem einn af þjálfurum enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Fyrstu leikir Íra undir stjórn þessa teymis verða í Þjóðadeildinni í næsta mánuði, þegar Írland mætir Englandi 7. september og Grikklandi þremur dögum síðar. „Það var algjört forgangsatriði hjá mér þegar ég kom til sambandsins að hafa John í starfsteyminu,“ segir Heimir á heimasíðu írska knattspyrnusambandsins og bætir við: „Ég ferðaðist til Waterford við fyrsta tækifæri til þess að setjast niður mðe honum og ræða um hlutverk hans. Það kom í ljós að hugmyndir okkar og framtíðarsýn ríma mjög vel saman, og það er stórkostlegt að hann hafi samþykkt að verða aðstoðarþjálfari.“ „Paddy hefur líka samþykkt að halda áfram vinnu sinni með liðinu og öll reynslan sem hann býr yfir verður áfram ómetanleg fyrir liðið. Guðmundur hefur verið mikilvægur hlekkur í þjálfarateymi mínu allan minn feril og ég er himinlifandi með það að hann starfi áfram með mér á Írlandi. Vinnan er þegar hafinn og allur fókus er á leikina við England og Grikkland í september,“ segir Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn