Gætu sprungið út: Framherjinn sem skipti Arsenal út fyrir Man Utd og nokkrir til viðbótar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 22:31 Mun klæðast treyju Man United á næstu leiktíð. Stóra spurningin er hvort hann fái séns með aðalliði félagsins. Arsenal/Getty Images Á vef breska ríkisútvarpsins má finna lista yfir leikmenn sem gætu sprungið út í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Færa má rök fyrir því að einn þeirra sé það nú þegar enda var hann í landsliðshópi Englands á EM sem fram fór fyrr í sumar. Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudaginn kemur með leik Manchester United og Fulham. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð og líkt og alltaf má reikna með að eitthvað ungstirnið stígi fram á sjónvarsviðið og steli sviðsljósinu. Á síðustu leiktíð voru það miðjumennirnir Kobbie Mainoo og Adam Wharton. Þó sá fyrrnefndi sé aðeins 19 ára gamall þá er hann ekki á lista BBC þar sem hann er nú þegar orðinn lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Sá síðarnefndi er það hins vegar en hann gekk í raðir Crystal Palace í janúar á þessu ári og stóð sig það vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni að hann var valinn í landsliðshóp Englands á EM. Í umfjöllun BBC segir að forráðamenn Palace telji Wharton bestu kaup liðsins úr ensku B-deildinni en hann lék áður en Blackburn Rovers. Félagið hefur áður keypt upprennandi stjörnur úr deildinni fyrir neðan – til að mynda Michael Olise sem var seldur til Bayern München í sumar. Þar segir einnig að haldi hann áfram að spila eins og á síðustu leiktíð sé stutt í að eitt af bestu liðum deildarinnar kaupi hann á fúlgur fjár. Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er genginn í raðir Man United frá Arsenal þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Um er að ræða markamaskínu sem hefur raðið inn mörkum í öllum aldursflokkum til þessa. Hann er uppalinn í Kaupmannahöfn og svo öflugur var hann þegar hann var barn að hann spilaði reglulega hálfleik í marki og hálfleik sem framherji til að leikir liðsins væru jafnari. Ethan Nwaneri, yngsti leikmaður í sögu Arsenal, er einnig á listanum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður kom við sögu á undirbúningstímabilinu og talið er að hann gæti fengið mínútur í liði Mikel Arteta í vetur. Aðrir á listanum eru: Trey Nyoni (Liverpool), Josh Acheampong (Chelsea), Mikey Moore (Tottenham Hotspur), Jesurun Rak-Sakyi (Crystal Palace), Nico O‘Reilly (Manchester City), Michael Golding (Leicester City), Eric da Silva Moreira (Nottingham Forest), Pedro Lima (Wolves) og Harrison Armstrong (Everton). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer af stað á föstudaginn kemur með leik Manchester United og Fulham. Mikil spenna er fyrir komandi leiktíð og líkt og alltaf má reikna með að eitthvað ungstirnið stígi fram á sjónvarsviðið og steli sviðsljósinu. Á síðustu leiktíð voru það miðjumennirnir Kobbie Mainoo og Adam Wharton. Þó sá fyrrnefndi sé aðeins 19 ára gamall þá er hann ekki á lista BBC þar sem hann er nú þegar orðinn lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu. Sá síðarnefndi er það hins vegar en hann gekk í raðir Crystal Palace í janúar á þessu ári og stóð sig það vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni að hann var valinn í landsliðshóp Englands á EM. Í umfjöllun BBC segir að forráðamenn Palace telji Wharton bestu kaup liðsins úr ensku B-deildinni en hann lék áður en Blackburn Rovers. Félagið hefur áður keypt upprennandi stjörnur úr deildinni fyrir neðan – til að mynda Michael Olise sem var seldur til Bayern München í sumar. Þar segir einnig að haldi hann áfram að spila eins og á síðustu leiktíð sé stutt í að eitt af bestu liðum deildarinnar kaupi hann á fúlgur fjár. Hinn 16 ára gamli Chido Obi-Martin er genginn í raðir Man United frá Arsenal þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö ár. Um er að ræða markamaskínu sem hefur raðið inn mörkum í öllum aldursflokkum til þessa. Hann er uppalinn í Kaupmannahöfn og svo öflugur var hann þegar hann var barn að hann spilaði reglulega hálfleik í marki og hálfleik sem framherji til að leikir liðsins væru jafnari. Ethan Nwaneri, yngsti leikmaður í sögu Arsenal, er einnig á listanum. Þessi 17 ára gamli miðjumaður kom við sögu á undirbúningstímabilinu og talið er að hann gæti fengið mínútur í liði Mikel Arteta í vetur. Aðrir á listanum eru: Trey Nyoni (Liverpool), Josh Acheampong (Chelsea), Mikey Moore (Tottenham Hotspur), Jesurun Rak-Sakyi (Crystal Palace), Nico O‘Reilly (Manchester City), Michael Golding (Leicester City), Eric da Silva Moreira (Nottingham Forest), Pedro Lima (Wolves) og Harrison Armstrong (Everton).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira