Drake bjargaði Íslendingafélaginu frá gjaldþroti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 10:01 Rapparinn Drake er mikill íþróttaáhugamaður og mikil stuðningsmaður Toronto Raptors í NBA. Getty/Carmen Mandato Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er óvænt hetja hjá stuðningsmönnum ítalska fótboltafélagsins Venezia. GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Ítalski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Ítalski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira