„Bubka er djöfullinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:01 Sergey Bubka vann á sínum tíma tíu heimsmeistaratitla í stangarstökki, sex fyrir Sovétríkin og fjóra fyrir Úkraínu. Getty/Fernando de Dios Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu. Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira
Bubka hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að selja Rússum eldsneyti á stríðstímum. Hann fékk nú síðast hörð viðbrögð við því þegar hann afhenti þýskri fimleikakonu verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þessi þýska fimleikakona heitir Darja Varfolomeev og er fædd í Rússlandi. Margir hafa skipt um ríkisfang Rússar máttu ekki taka þátt í leikunum ef þeir studdu innrás Rússa í Úkraínu og þá þurftu þeir að keppa undir hlutlausum fána. Margir Rússar hafa hins vegar skipt um ríkisfang á síðustu árum. Hin sautján ára gamla Varfolomeev flutti frá Rússlandi til Þýskalands árið 2019 en hún er mjög óvinsæl í Úkraínu eftir að hafa birt mynd af sér með trékort af Úkraínu þar sem innrásarhéruðin voru sögð vera hluti af Rússlandi. Darja Varfolomeev með gullverðlaunin sín sem hún vann í nútímafimleikum.Getty/Thibaud Moritz Úkraínski Ólympíufarinn Vladyslav Heraskevych, sem hefur keppt tvisvar á vetrarólympíuleikunum, hellti sér yfir Bubka á samfélagsmiðlum. „Bubka er djöfullinn. Hann tekur brosandi í höndina á henni og er skítsama um skoðun hennar á stríðinu. Honum er skítsama um að hún lítur á sig sem Rússa,“ skrifaði Heraskevych. Vill að hann fari í bann Bubka er í Alþjóðaólympíunefndinni og var að þeim sökum kallaður til að afhenda Varfolomeev gullverðlaunin. Varfolomeev skipti um ríkisfang og því náðu reglur um útilokun Rússa ekki yfir hana. Hún má því styðja stríðið ólíkt þeim Rússum sem gera það. „Það ætti að refsa honum fyrir að vera í viðskiptum við innrásarliðið og úkraínska Ólympíunefndin ætti að banna hann. Hann hefur engan rétt til að kalla sig úkraínska hetju,“ skrifaði Heraskevych. Setti 35 heimsmet Sergey Bubka varð Ólympíumeistari í stangarstökki árið 1988 en hann keppti þá fyrir Sovétríkin eins og þegar hann var sex sinnum heimsmeistari frá 1983 til 1991. Hann varð einnig fjórum heimsmeistari sem Úkraínumaður frá 1993 til 1997. Bubka vann alls tíu heimsmeistaratitla, innan- og utanhúss, og setti alls 35 heimsmet í stangarstökki á ferlinum. Ikonen sågas efter bilderna: ”Han är djävulen” https://t.co/AYLP8zLPB5— Sportbladet (@sportbladet) August 12, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Sjá meira