„Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2024 10:30 Adam Ægir hefur komið sér vel fyrir hjá nýja félaginu. AC PERUGIA Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp. Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira