Blake Lively umdeild forsíðustúlka septemberblaðsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 13:30 Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue og netverjar hafa skiptar skoðanir á því. Jeff Spicer/Getty Images for Sony Pictures Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. Blake Lively sló upphaflega í gegn í dægurmenningunni fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Serena Van Der Woodsen í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Gossip Girl. Hún er sömuleiðis athafnakona, gift Ryan Reynolds, besta vinkona Taylor Swift og fer með aðalhlutverk í nýju rómantísku gamanmyndinni It Ends With Us. Nýverið hafa sprottið upp sögusagnir af rifrildi á milli Blake Lively og Justin Baldoni, sem er leikstjóri og meðleikari Lively í myndinni. Lítið sem ekkert hefur sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni, hann og Lively hafa ekkert verið mynduð saman og virðist leikhópurinn hafa snúið baki við honum. Þá hefur markaðsherferð leikhópsins sömuleiðis verið gagnrýnd en kvikmyndin fjallar meðal annars um heimilisofbeldi og hefur enginn úr hópnum annar en Baldoni rætt opinberlega um slík málefni. Lively hefur hins vegar nýtt tækifærið og auglýst áfengisfyrirtæki sitt og samstarfsaðila sína í auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Á Instagram hjá Lively skrifa nokkrir athugasemd til varnar Baldoni og segja að Lively hafi komið illa fram við hann. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það ríkir gjarnan mikil eftirvænting hjá tískuunnendum eftir septemberblaði Vogue og sömuleiðis þykir það mikill heiður að prýða forsíðu þess. Því er ekki að undra að fólk hafi skiptar skoðanir á máli sem þessu. Listræni stjórnandinn og leikstjórinn Baz Luhrmann sá um forsíðuna og eiga hann og Lively gott samband en í viðtalinu segist hún meðal annars elska mest að vinna með honum. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í athugasemdum á Instagram hjá Vogue skrifa netverjar meðal annars að þeir skilji ekki hvað Blake hafi gert til að verðskulda forsíðuna og að það sé ekki hægt að segja að hún sé kvikmyndastjarna. Einn skrifar: „Kvikmyndastjarna? Meinarðu ekki bara hvít og ljóshærð?“ og annar „Blake Lively og Ryan Reynolds eru bæði C-lista leikarar en láta alltaf eins og þau séu flottari“. Annar notandi segir að það hefði verið betur við hæfi að setja til dæmis bandaríska fimleikaliðið frá Ólympíuleikunum á forsíðuna. Þá segja sumir að listræna stjórnunin hafi verið glötuð, „Ég hef elst um 80 ár við að skoða þessa forsíðu,“ og „ó nei, þetta hafði svo mikla möguleika,“ eru meðal athugasemda. Þó eru aðrir í skýjunum með forsíðuna og segja að Baz hitti alltaf naglann á höfuðið í listsköpun sinni, Blake sé stórglæsileg og fullkomin og fleira í jákvæðum dúr. Tíska og hönnun Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Blake Lively sló upphaflega í gegn í dægurmenningunni fyrir hlutverk sitt sem tískudrottningin Serena Van Der Woodsen í hinum gríðarlega vinsælu sjónvarpsþáttum Gossip Girl. Hún er sömuleiðis athafnakona, gift Ryan Reynolds, besta vinkona Taylor Swift og fer með aðalhlutverk í nýju rómantísku gamanmyndinni It Ends With Us. Nýverið hafa sprottið upp sögusagnir af rifrildi á milli Blake Lively og Justin Baldoni, sem er leikstjóri og meðleikari Lively í myndinni. Lítið sem ekkert hefur sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni, hann og Lively hafa ekkert verið mynduð saman og virðist leikhópurinn hafa snúið baki við honum. Þá hefur markaðsherferð leikhópsins sömuleiðis verið gagnrýnd en kvikmyndin fjallar meðal annars um heimilisofbeldi og hefur enginn úr hópnum annar en Baldoni rætt opinberlega um slík málefni. Lively hefur hins vegar nýtt tækifærið og auglýst áfengisfyrirtæki sitt og samstarfsaðila sína í auglýsingaherferðinni fyrir myndina. Á Instagram hjá Lively skrifa nokkrir athugasemd til varnar Baldoni og segja að Lively hafi komið illa fram við hann. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það ríkir gjarnan mikil eftirvænting hjá tískuunnendum eftir septemberblaði Vogue og sömuleiðis þykir það mikill heiður að prýða forsíðu þess. Því er ekki að undra að fólk hafi skiptar skoðanir á máli sem þessu. Listræni stjórnandinn og leikstjórinn Baz Luhrmann sá um forsíðuna og eiga hann og Lively gott samband en í viðtalinu segist hún meðal annars elska mest að vinna með honum. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Í athugasemdum á Instagram hjá Vogue skrifa netverjar meðal annars að þeir skilji ekki hvað Blake hafi gert til að verðskulda forsíðuna og að það sé ekki hægt að segja að hún sé kvikmyndastjarna. Einn skrifar: „Kvikmyndastjarna? Meinarðu ekki bara hvít og ljóshærð?“ og annar „Blake Lively og Ryan Reynolds eru bæði C-lista leikarar en láta alltaf eins og þau séu flottari“. Annar notandi segir að það hefði verið betur við hæfi að setja til dæmis bandaríska fimleikaliðið frá Ólympíuleikunum á forsíðuna. Þá segja sumir að listræna stjórnunin hafi verið glötuð, „Ég hef elst um 80 ár við að skoða þessa forsíðu,“ og „ó nei, þetta hafði svo mikla möguleika,“ eru meðal athugasemda. Þó eru aðrir í skýjunum með forsíðuna og segja að Baz hitti alltaf naglann á höfuðið í listsköpun sinni, Blake sé stórglæsileg og fullkomin og fleira í jákvæðum dúr.
Tíska og hönnun Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira