Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 15:49 Flóttamenn frá Kúrsk koma til Moskvu þar sem tímabundin skýli hafa verið sett upp fyrir fólk sem flýr átökin í héraðinu. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36