Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2024 15:49 Flóttamenn frá Kúrsk koma til Moskvu þar sem tímabundin skýli hafa verið sett upp fyrir fólk sem flýr átökin í héraðinu. AP/almannavarnaráðuneyti Rússlands Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Fleiri en 120.000 manns hafa flúið heimili sín í Kúrsk eftir að úkraínski herinn kom rússneskum stjórnvöldum í opna skjöldu með því að ráðast þangað inn um miðja síðustu viku. Rússar hafa gert ítrekaðar árásir á Úkraínu frá Kúrsk undanfarna mánuði. Mikil leynd hefur ríkt yfir aðgerðum Úkraínumanna og markmiðum en þeir halda því fram að þeir haldi nú um þúsund ferkílómetra svæði í héraðinu. Heorhii Tykhyi, talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins, segir að innrásinni sé ætlað að verja landið fyrir langdrægum árásum frá Kúrsk. Stjórnvöld í Kænugarði hyggi ekki á varanlega landvinninga. „Úkraína hefur ekki áhuga á að taka land í Kúrsk-héraði en við viljum verja líf fólksins okkar,“ sagði Tykhyi. Hann boðaði þó að sókninni lyki ekki fyrr en Rússar semdu um frið. „Svo lengi sem [Vladímír] Pútín heldur stríðinu áfram fær hann svona svar frá Úkraínu,“ sagði talsmaðurinn. Volodýmýr Selenskíj forseti talaði á svipuðum nótum í ávarpi í gærkvöldi. „Rússland fór með stríði gegn öðrum og nú sækir það þá heim,“ sagði Selenskíj. Mynd af rússneskum hermönnum á mótorhjólum sem varnarmálaráðuneyti Rússlands segir á leið til móts við úkraínskt innrásarlið.AP/rússneska varnarmálaráðuneytið „Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu“ Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti í dag að að liðsauki varaliðsmanna, herflugvéla, drónasveita og stórskotalið hefði stöðvað framrás úkraínskra bryndreka nærri þorpunum Obstsj Kolodez, Snagost, Kautsjúk og Alexejevskíj. Ef markmið Úkraínumanna var að draga þrótt úr sókn Rússa í austanverðri Úkraínu virðist það hafa mistekist, að sögn AP-fréttastofunnar. Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi hert árásir sínar í Donetsk-héraði í kringum bæinn Pokrovsk. Innrásin hefur aftur á móti fært stríðið nær rússneskum almenningi en áður. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kúrsk og þar fá íbúar matvælaaðstoð. „Það er ekkert ljós, ekkert samband, ekkert vatn. Það er ekkert. Það er eins og allir hafi flogið til annarrar plánetu og þú ert einn eftir. Og fuglarnir eru hættir að syngja,“ hafði rússneska ríkissjónvarpið eftir Mikhail, eldri manni frá Kúrsk. Hann segir herflugvélar og þyrlu hafa flogið yfir heimili sitt og sprengjukúlur þotið fram hjá. „Hvað gátum við gert? Við skildum allt eftir.“ Rússneskir embættismenn segja að opnuð hafi verið um 400 tímabundin skýli um allt land til þess að hýsa um þrjátíu þúsund manns sem eru á hrakhólum vegna innrásarinnar í Kúrsk.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. 13. ágúst 2024 06:28
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36