Færeyingar góð fyrirmynd! Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 13. ágúst 2024 19:32 Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum. Undirritaður hefur tjáð sig um vegamál og þá sérstaklega á Vesturlandi undanfarin misseri því okkur hér í þeim landshluta sem um ræðir svíður mjög undan þeirri vondu stöðu sem uppi er í vegamálum og þá einna helst í Dölunum þó vondir vegir finnist víðar á Vesturlandi. Og af hverju sting ég niður „penna“ núna og vel þá fyrirsögn sem hér að ofan stendur ? Jú, fyrr í dag var ég minntur á frétt sem birtist á Vísi 23. maí sl. þar sem fyrirsögnin er „Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga“, sjá hér slóð á fréttina sem Kristján Már Unnarsson skrifaði. Ágætur kunningi minn minnti mig á þessa frétt í morgun í ljósi þess að ég hafði deilt henni meðal minni vina á einum af samfélagsmiðlunum og minntist á hvort ekki væri rétt að minna á og vekja upp umræðu um þá nálgun sem vinir okkar í Færeyjum viðhafa ? Það má segja að það ríki þjóðarsátt í því góða landi, meðal stjórnmálamanna og annarra ráðamanna, um að samgöngur og tengingar á milli landshluta og bæja séu í forgangi og þjóðin hefur áorkað, ein og sér, að klára hvert stórvirkið af öðru með gerð jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja og í fréttinni segir að Hvalfjarðargöngin hafi reynst þeim innblástur við gerð þeirra áætlana og framkvæmda sem um ræðir. Færeyskum stjórnmálamönnum hefur auðnast að ná sátt um að það verði að tengja landið saman svo vitnað sé til orða eins af ráðherrum þar í landi – Ísland er stórt land og strjálbýlt, við þurfum nálgun sem þessa hér á landi til að tengja byggðirnar saman og það hvernig til hefur tekist, bæði í Færeyjum og já eins varðandi Hvalfjarðargöng, getur og á að vera okkur innblástur í þeim efnum. Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar og gerum markvissar áætlanir um uppbyggingu vega á Íslandi, landinu og landsmönnum öllum til heilla ! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Samgöngur Byggðamál Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Einstaka alþingismenn sem og aðrir ráðamenn virðast nú vera vakna til lífsins eftir gott sumarfrí og blanda sér í umræðu um ástand ýmissa innviða hér á landi, þ.m.t. ástands í vegamálum. Undirritaður hefur tjáð sig um vegamál og þá sérstaklega á Vesturlandi undanfarin misseri því okkur hér í þeim landshluta sem um ræðir svíður mjög undan þeirri vondu stöðu sem uppi er í vegamálum og þá einna helst í Dölunum þó vondir vegir finnist víðar á Vesturlandi. Og af hverju sting ég niður „penna“ núna og vel þá fyrirsögn sem hér að ofan stendur ? Jú, fyrr í dag var ég minntur á frétt sem birtist á Vísi 23. maí sl. þar sem fyrirsögnin er „Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga“, sjá hér slóð á fréttina sem Kristján Már Unnarsson skrifaði. Ágætur kunningi minn minnti mig á þessa frétt í morgun í ljósi þess að ég hafði deilt henni meðal minni vina á einum af samfélagsmiðlunum og minntist á hvort ekki væri rétt að minna á og vekja upp umræðu um þá nálgun sem vinir okkar í Færeyjum viðhafa ? Það má segja að það ríki þjóðarsátt í því góða landi, meðal stjórnmálamanna og annarra ráðamanna, um að samgöngur og tengingar á milli landshluta og bæja séu í forgangi og þjóðin hefur áorkað, ein og sér, að klára hvert stórvirkið af öðru með gerð jarðgangna og annarra samgöngumannvirkja og í fréttinni segir að Hvalfjarðargöngin hafi reynst þeim innblástur við gerð þeirra áætlana og framkvæmda sem um ræðir. Færeyskum stjórnmálamönnum hefur auðnast að ná sátt um að það verði að tengja landið saman svo vitnað sé til orða eins af ráðherrum þar í landi – Ísland er stórt land og strjálbýlt, við þurfum nálgun sem þessa hér á landi til að tengja byggðirnar saman og það hvernig til hefur tekist, bæði í Færeyjum og já eins varðandi Hvalfjarðargöng, getur og á að vera okkur innblástur í þeim efnum. Tökum Færeyinga okkur til fyrirmyndar og gerum markvissar áætlanir um uppbyggingu vega á Íslandi, landinu og landsmönnum öllum til heilla ! Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun