„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:22 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Stríð er flókið fyrirbæri og marglaga,“ segir óskar og að þetta sé bæði mikilvægt og á sama tíma ekki hægt að kjarna á einfaldan hátt þýðingu þess að Úkraínumenn séu komnir þarna inn. Þetta sé líklega stærsti sigur þeirra í þessu stríði frá því í nóvember árið 2022 þegar þeir tóku yfir borgina Kherson í Kherson-héraði. „Þeir eru búnir að taka tvö þúsund rússneska stríðsfanga,“ segir Óskar og að það sé mikilvægt því það séu enn margir úkraínskir hermenn í haldi rússneska hersins. Sem dæmi séu enn margir hermenn í haldi frá því í baráttu í Maríupól 2022. „Það er lítill hluti af þeim kominn til baka og 95 prósent þeirra sem hafa komið til baka sýna merki um pyntingar, svelti og hræðilega meðferð í haldi Rússa,“ segir Óskar og að með því að taka stríðsfanga aukist líkurnar á því að þessi úkraínsku stríðsfangar geti komið heim. „En þetta setur allt á annan endann hjá Rússlandi, upp á ímynd og annað,“ segir hann. Þetta sé stórt svæði en kannski ekki stórt þegar litið er til heildarinnar. Rússneski hersins sé töluvert stærri og þessi innrás muni ekki skipta lykilmáli. Það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Það viti enginn hvernig þetta endi. Hann segir að það næstmikilvægasta við þessa innrás sé að sýna að þó svo að Úkraínumenn hafi farið yfir þessa rauðu línu þá hafi Rússar ekki brugðist við með kjarnorkuárás eins og hann hafi oft hótað. Úkraínumenn hafi bæði farið yfir þessa rauðu línu og notað vestræn vopn, sem er eitthvað sem Rússum hugnist illa. Fólk brosi á ný Óskar segir þessa innrás vítamínsprautu líka fyrir Úkraínumenn. Fólk sé farið að brosa út á götum og hafi einhverja von. Það hafi verið hálfglatað síðasta árið þarna. Þrátt fyrir þessa innrás sé mikið eftir. Þeir muni halda áfram þarna. Óskar segir frá því að hann hafi verið í Kharkív um daginn. Þar hafi 500 kílóa sprengja sprungið um 250 metra frá honum. Það hafi verið afar sjokkerandi. „Ég hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma niður. Það er eins og þotuhljóði, ég var alveg viss um að hún væri á leið yfir mig,“ segir Óskar og að það hafi nokkrir látist í þeirri árás, þar á meðal börn. „Það eru daglegar árásir á þá borg,“ segir Óskar og að það sé mjög mikilvægt að stöðva það. Með innrás sinni geti Úkraínumenn komið sér fyrir þoturnar sem skjóta þar niður og það sé möguleiki að þeir geti það ef þeir haldi áfram lengra inn. Óskar býr í Úkraínu og segir nærri daglega frá sinni reynslu í stríðshrjáðu landi. Hægt er að fylgjast með honum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
„Stríð er flókið fyrirbæri og marglaga,“ segir óskar og að þetta sé bæði mikilvægt og á sama tíma ekki hægt að kjarna á einfaldan hátt þýðingu þess að Úkraínumenn séu komnir þarna inn. Þetta sé líklega stærsti sigur þeirra í þessu stríði frá því í nóvember árið 2022 þegar þeir tóku yfir borgina Kherson í Kherson-héraði. „Þeir eru búnir að taka tvö þúsund rússneska stríðsfanga,“ segir Óskar og að það sé mikilvægt því það séu enn margir úkraínskir hermenn í haldi rússneska hersins. Sem dæmi séu enn margir hermenn í haldi frá því í baráttu í Maríupól 2022. „Það er lítill hluti af þeim kominn til baka og 95 prósent þeirra sem hafa komið til baka sýna merki um pyntingar, svelti og hræðilega meðferð í haldi Rússa,“ segir Óskar og að með því að taka stríðsfanga aukist líkurnar á því að þessi úkraínsku stríðsfangar geti komið heim. „En þetta setur allt á annan endann hjá Rússlandi, upp á ímynd og annað,“ segir hann. Þetta sé stórt svæði en kannski ekki stórt þegar litið er til heildarinnar. Rússneski hersins sé töluvert stærri og þessi innrás muni ekki skipta lykilmáli. Það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Það viti enginn hvernig þetta endi. Hann segir að það næstmikilvægasta við þessa innrás sé að sýna að þó svo að Úkraínumenn hafi farið yfir þessa rauðu línu þá hafi Rússar ekki brugðist við með kjarnorkuárás eins og hann hafi oft hótað. Úkraínumenn hafi bæði farið yfir þessa rauðu línu og notað vestræn vopn, sem er eitthvað sem Rússum hugnist illa. Fólk brosi á ný Óskar segir þessa innrás vítamínsprautu líka fyrir Úkraínumenn. Fólk sé farið að brosa út á götum og hafi einhverja von. Það hafi verið hálfglatað síðasta árið þarna. Þrátt fyrir þessa innrás sé mikið eftir. Þeir muni halda áfram þarna. Óskar segir frá því að hann hafi verið í Kharkív um daginn. Þar hafi 500 kílóa sprengja sprungið um 250 metra frá honum. Það hafi verið afar sjokkerandi. „Ég hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma niður. Það er eins og þotuhljóði, ég var alveg viss um að hún væri á leið yfir mig,“ segir Óskar og að það hafi nokkrir látist í þeirri árás, þar á meðal börn. „Það eru daglegar árásir á þá borg,“ segir Óskar og að það sé mjög mikilvægt að stöðva það. Með innrás sinni geti Úkraínumenn komið sér fyrir þoturnar sem skjóta þar niður og það sé möguleiki að þeir geti það ef þeir haldi áfram lengra inn. Óskar býr í Úkraínu og segir nærri daglega frá sinni reynslu í stríðshrjáðu landi. Hægt er að fylgjast með honum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari)
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17